miðvikudagur, mars 31, 2004
Jamm og jæja, tökum upp léttara hjal.
Ég er heilmikill lestrarhestur og hef alltaf verið. Þegar ég var ung stúlka voru spændar upp fimm-bækurnar og ævintýra-bækurnar og aðrar bækur af því tagi. Á unglingsárunum tóku svo Ísfólksbækurnar við, ég held að ég hafi lesið þær allar mörgum sinnum. Í dag finnst mér skemmtilegast að lesa reifara eða pólitískar ævisögur. Mér hefur reyndar alltaf fundist gaman að lesa reifara en lestur ævisagna er alveg nýtt fyrir mér. Mér hefur einhvern veginn alltaf fundist slíkur lestur hálf-hallærislegur, verið að hnýsast í einkalíf fólks og svoleiðis. En nú hef ég skipt um skoðun. Ég hef reyndar takmarkað mig við að lesa ævisögur pólitíkusa. Annað hvort sjálfsævisögur eða bækur sem aðrir hafa skrifað um pólitíska ferla mikilvægra manna og kvenna. Slíkar bækur eru mjög fróðlegar og skemmtilegar.
Eiginlega allt sem ég hef lesið undanfarið hefur verið á ensku. Reifararnir hafa verið eftir Tom Clancy. Um hinn geðþekka Jack Ryan (sem margir muna eftir sem Harrison Ford eða Ben Affleck í bíómyndum). Bækurnar hans eru undantekningarlaust meira en 1000 síður, geta verið langdregnar á köflum en eiga svo svaka spennandi spretti inn á milli. Mæli hiklaust með Jack Ryan bókum en þær eru a.m.k. 10 talsins (held ég).
Núna er ég að lesa ævisögu Madeleine Albright, sem er hörkukvendi. Ég er reyndar bara komin á blaðsíðu 30 - meira um það síðar. Þar á undan las ég ævisögu Steingríms Hermannssonar og þar á undan ævisögu Hillary Clinton. Allt saman mjög fínar bækur. Hillary er reyndar nokkuð langt frá því að vera hlutlaus í frásögnum sínum af pólitíkinni í Bandaríkjunum. Nokkuð skondið er að lesa lýsingar hennar á heimsóknum sínum til annarra landa. Allt sem gott er í því landi er utanríkisaðstoð Bandaríkjamanna að þakka. Einnig er allt sem gott er í Bandaríkjunum demókrötum að þakka. Hún fer nú alls ekki neitt í Monicu-málið, segir að það sé hlutverk Bill að segja frá því. Það hefði nú verið gaman að heyra hennar hlið á því máli. Steingrímur er nú heldur ekki hlutlaus í sínum bókum, sérstaklega ekki þegar kemur að því að lýsa mannkostum hans sjálfs. Eitt sinn þegar hann var í Bandaríkjunum í námi skrapp hann á skíði. Og þó svo að bandaríska landsliði hafi verið við æfingar í sömu brekku og hann var hann samt sem áður áberandi bestur á svæðinu í sviginu og bruninu ! Ekki slæmur árangur það. Annars er mjög gaman að Steingrími, sérstaklega þegar hann er að lýsa atburðum sem maður man sjálfur eftir, eins og þjóðarsáttinni og leiðtogafundinum svo dæmi séu tekin. Þá fær maður "the inside story" og það er það sem er skemmtilegt við svona pólitískar ævisögur. Ekki sögur af barnæskunni og uppvaxtarárunum heldur um þjóðmálin og sýn þeirra sem stóðu í þeim miðjum.
Ég er heilmikill lestrarhestur og hef alltaf verið. Þegar ég var ung stúlka voru spændar upp fimm-bækurnar og ævintýra-bækurnar og aðrar bækur af því tagi. Á unglingsárunum tóku svo Ísfólksbækurnar við, ég held að ég hafi lesið þær allar mörgum sinnum. Í dag finnst mér skemmtilegast að lesa reifara eða pólitískar ævisögur. Mér hefur reyndar alltaf fundist gaman að lesa reifara en lestur ævisagna er alveg nýtt fyrir mér. Mér hefur einhvern veginn alltaf fundist slíkur lestur hálf-hallærislegur, verið að hnýsast í einkalíf fólks og svoleiðis. En nú hef ég skipt um skoðun. Ég hef reyndar takmarkað mig við að lesa ævisögur pólitíkusa. Annað hvort sjálfsævisögur eða bækur sem aðrir hafa skrifað um pólitíska ferla mikilvægra manna og kvenna. Slíkar bækur eru mjög fróðlegar og skemmtilegar.
Eiginlega allt sem ég hef lesið undanfarið hefur verið á ensku. Reifararnir hafa verið eftir Tom Clancy. Um hinn geðþekka Jack Ryan (sem margir muna eftir sem Harrison Ford eða Ben Affleck í bíómyndum). Bækurnar hans eru undantekningarlaust meira en 1000 síður, geta verið langdregnar á köflum en eiga svo svaka spennandi spretti inn á milli. Mæli hiklaust með Jack Ryan bókum en þær eru a.m.k. 10 talsins (held ég).
Núna er ég að lesa ævisögu Madeleine Albright, sem er hörkukvendi. Ég er reyndar bara komin á blaðsíðu 30 - meira um það síðar. Þar á undan las ég ævisögu Steingríms Hermannssonar og þar á undan ævisögu Hillary Clinton. Allt saman mjög fínar bækur. Hillary er reyndar nokkuð langt frá því að vera hlutlaus í frásögnum sínum af pólitíkinni í Bandaríkjunum. Nokkuð skondið er að lesa lýsingar hennar á heimsóknum sínum til annarra landa. Allt sem gott er í því landi er utanríkisaðstoð Bandaríkjamanna að þakka. Einnig er allt sem gott er í Bandaríkjunum demókrötum að þakka. Hún fer nú alls ekki neitt í Monicu-málið, segir að það sé hlutverk Bill að segja frá því. Það hefði nú verið gaman að heyra hennar hlið á því máli. Steingrímur er nú heldur ekki hlutlaus í sínum bókum, sérstaklega ekki þegar kemur að því að lýsa mannkostum hans sjálfs. Eitt sinn þegar hann var í Bandaríkjunum í námi skrapp hann á skíði. Og þó svo að bandaríska landsliði hafi verið við æfingar í sömu brekku og hann var hann samt sem áður áberandi bestur á svæðinu í sviginu og bruninu ! Ekki slæmur árangur það. Annars er mjög gaman að Steingrími, sérstaklega þegar hann er að lýsa atburðum sem maður man sjálfur eftir, eins og þjóðarsáttinni og leiðtogafundinum svo dæmi séu tekin. Þá fær maður "the inside story" og það er það sem er skemmtilegt við svona pólitískar ævisögur. Ekki sögur af barnæskunni og uppvaxtarárunum heldur um þjóðmálin og sýn þeirra sem stóðu í þeim miðjum.
þriðjudagur, mars 30, 2004
Ég hef komist að raun um það að sá sem skrifaði nafnlausa kommentið við síðustu færslu er einmitt hinn títtnefndi hægrisinnaði karlkyns laganemi. Hans skoðanir á þessum málum eru mér lítt að skapi. Hann vitnar í lokaorð mín í greininni á Sellunni og segist svo ekki vera tilbúinn að kaupa þau sjónarmið sem þar komi fram og telur að jákvæð mismunun geri það að verkum að karl sem sé jafn hæfur eigi enga möguleika á starfi meðan að fleiri karlar en konur eru á umræddu starfssviði "hver svo sem ástæður þess eru" eins og hann kemst að orði.
Ég get orðið alveg brjáluð yfir svona málflutningi. Að skilja ástæður þess að karlar eru fleiri en konur á flestum starfssviðum er einmitt algjört grundvallaratriði.
Vel fram á 20. öldina einokuðu karlar öll svið samfélagsins. Þeir höfðu völdin því það voru einungis karlar sem áttu eignir, höfðu kjörgengi, kosningarétt, möguleika á menntun og svo mætti lengi telja. Í krafti þessa valds fengu karlar öll störf vegna þess að þeir voru karlar, á komst 100% kynjakvóti. Konur þurftu að berjast lengi og verulega fyrir því að fá hlutdeild í þessum völdum, að fá kosningarétt og kjörgengi og möguleika á því að mennta sig. Og nú eru konur að berjast fyrir því að afnema kynjakvótann sem var (og er ennþá) við lýði á vinnumarkaðnum. Ein af baráttuaðferðunum er jákvæð mismunun.
Þeir sem halda því fram að jafnréttisbaráttunni sé lokið og að nú lifum við í það upplýstu samfélagi að það sé einstaklingurinn sem skipti máli og hæfi hans, en alls ekki kyn hans, lifir í draumsýn. Það er alls ekki langt síðan að konum tókst að höggva í karlakynjavótann á vinnumarkaðum og þeirri baráttu er langt frá því að vera lokið. Ef það er einstaklingurinn sem gildir óháð kynferði af hverju er þá til staðar í dag launamunur kynjanna, af hverju veljast konur ekki til stjórnarsetu í fyrirtækjum og af hverju eru konur ekki stjórnendur í fyrirtækjum og stofnunum. Er það af því að karlar eru einfaldlega miklu hæfari eða er það kannski af því að það eimir ennþá af þeirri samfélagsgerð sem ég er að lýsa hér, jafnvel þótt að komið sé fram á 21. öldina.
Ég get orðið alveg brjáluð yfir svona málflutningi. Að skilja ástæður þess að karlar eru fleiri en konur á flestum starfssviðum er einmitt algjört grundvallaratriði.
Vel fram á 20. öldina einokuðu karlar öll svið samfélagsins. Þeir höfðu völdin því það voru einungis karlar sem áttu eignir, höfðu kjörgengi, kosningarétt, möguleika á menntun og svo mætti lengi telja. Í krafti þessa valds fengu karlar öll störf vegna þess að þeir voru karlar, á komst 100% kynjakvóti. Konur þurftu að berjast lengi og verulega fyrir því að fá hlutdeild í þessum völdum, að fá kosningarétt og kjörgengi og möguleika á því að mennta sig. Og nú eru konur að berjast fyrir því að afnema kynjakvótann sem var (og er ennþá) við lýði á vinnumarkaðnum. Ein af baráttuaðferðunum er jákvæð mismunun.
Þeir sem halda því fram að jafnréttisbaráttunni sé lokið og að nú lifum við í það upplýstu samfélagi að það sé einstaklingurinn sem skipti máli og hæfi hans, en alls ekki kyn hans, lifir í draumsýn. Það er alls ekki langt síðan að konum tókst að höggva í karlakynjavótann á vinnumarkaðum og þeirri baráttu er langt frá því að vera lokið. Ef það er einstaklingurinn sem gildir óháð kynferði af hverju er þá til staðar í dag launamunur kynjanna, af hverju veljast konur ekki til stjórnarsetu í fyrirtækjum og af hverju eru konur ekki stjórnendur í fyrirtækjum og stofnunum. Er það af því að karlar eru einfaldlega miklu hæfari eða er það kannski af því að það eimir ennþá af þeirri samfélagsgerð sem ég er að lýsa hér, jafnvel þótt að komið sé fram á 21. öldina.
sunnudagur, mars 28, 2004
Skrifaði grein á Selluna í dag. Gat bara ekki orða bundist...
fimmtudagur, mars 25, 2004
Jæja, nú er hún Sollan mín búin að fara í nefkirtlatöku. Það gekk bara vel, allavega var læknirinn mjög ánægður. Það er alveg hræðilegt að horfa upp á barnið sitt svæft. Ég þurfti að hafa mig alla við að fara ekki að hágráta. Solla stóð sig eins og hetja og var nokkuð fljót að jafna sig eftir að hún vaknaði, en er búin að vera nokkuð framlág síðan en engu að síður virðist henni ekki líða neitt illa. Nú er hún að horfa á Bangsímon vin sinn og borða seríós. Við máttum ekki gefa henni neitt að borða í morgun áður en hún fór í aðgerðina og það var mín ekki sátt við. Solla sleppir sko aldrei úr máltíð. Nú er hún búin að borða hafragraut, brauðsneið, súkkulaðikex og seríós - allt á einum klukkutíma.
mánudagur, mars 22, 2004
Önnur góð helgi að baki. Ekkert varð úr lærdómi þar sem haldinn var eðalkvöldverður á Eggertsgötunni á laugardaginn með eðlafólki. Mjög gaman, mikið rætt um lögfræði og pólitík. Sem er alltaf gaman. Minna var þó rætt um jafnrétti. Sem var kannski ágætt í ljósi fyrri reynslu.
Annars gekk fyrirlesturinn í kvennaréttinum svona líka þrusuvel. Endaði með því að "kenna" alla þrjá tímana og ræddi Barnasáttmála SÞ og íslenskan barnarétt fram og til baka í ljósi kvennaréttar. Forsjá, umgengni og umgengnistálmanir komu þar sterkt inn. Svo er ég að fara að skrifa ritgerð um sama efni í dag og á morgun. Í kjölfarið er svo annað verkefni í Starfsmannaréttinum. Það er óneitanlega bara rosa gaman í skólanum þessa dagana... (nú er ég farin að hljóma eins og Erna)
Annars gekk fyrirlesturinn í kvennaréttinum svona líka þrusuvel. Endaði með því að "kenna" alla þrjá tímana og ræddi Barnasáttmála SÞ og íslenskan barnarétt fram og til baka í ljósi kvennaréttar. Forsjá, umgengni og umgengnistálmanir komu þar sterkt inn. Svo er ég að fara að skrifa ritgerð um sama efni í dag og á morgun. Í kjölfarið er svo annað verkefni í Starfsmannaréttinum. Það er óneitanlega bara rosa gaman í skólanum þessa dagana... (nú er ég farin að hljóma eins og Erna)
miðvikudagur, mars 17, 2004
Var að fá minn eigin aðgang að síðunni. Get þá hætt að stelast inn á nafni eiginmannsins. Bloggerinn vildi samt ekki taka nafnið mitt gilt sem username. Varð því að finna upp á einhverju sniðugu. Username = eiginkonan
þriðjudagur, mars 16, 2004
Niðurstaða heimsóknarinnar til læknisins var nefkirtlataka. Hún mun fara fram á fimmtudaginn í næstu viku.
mánudagur, mars 15, 2004
Hún Sollan mín er að setja smá strik í lærdómsreikninginn. Hún er lasin, búin að vera kvefuð síðan á laugardaginn. Ekkert alvarlegt svosem, smá kvef og nokkrar kommur. En hingað til hefur slíkt smáræði endað í eyrnasýkingum, augnsýkingum, bronkítis og ýmsu þaðan af verra. Ég hélt henni því heima í dag og hún fær ekki að leika sér úti með hinum krökkunum á leikskólanum. Littla greyið. Annars er hún nú búin að vera ósköp góð að dunda sér og er núna að fá sér smá kríu. Við erum svo að fara til læknis á eftir, eigum tíma hjá háls-nef-eyrna-lækni sem ég pantaði fyrir u.þ.b. mánuði síðan. Barnalæknirinn ráðlagði okkur að láta sérfræðing meta hana eftir síðustu hrinu af sýkingum. Sjáum til hvað hann segir.
En ég ætlaði semsagt að byrja að lesa Kvennaréttinn í dag og undirbúa fyrirlesturinn og ritgerðina sem ég þarf að skila í næstu viku. Ætli maður verði ekki bara að harka af sér og slökkva á sjónvarpinu og fara að læra á kvöldin ! Er það hægt ?
En ég ætlaði semsagt að byrja að lesa Kvennaréttinn í dag og undirbúa fyrirlesturinn og ritgerðina sem ég þarf að skila í næstu viku. Ætli maður verði ekki bara að harka af sér og slökkva á sjónvarpinu og fara að læra á kvöldin ! Er það hægt ?
fimmtudagur, mars 11, 2004
Laganemar á fjórða og fimmta ári hafa eitthvað verið að villast inn á þessa síðu og nú eru upphafnar miklar spekúlasjónir um hver hinn hægrisinnaði karlkyns laganemi er. Eins og ég sagði í kommentakerfinu hérna fyrir neðan, þá held ég að það sé best að halda nafni hans leyndu, svo hann verði ekki fyrir aðkasti feminískra lagastúdína í Lögbergi :-) Nei, annars. Laganemar eru yfir höfuð hægrisinnaðir og lítið feminískt þenkjandi og gætu því tekið upp hans málstað. Það yrði nú ekki gott fyrir mig. Það er eiginlega betri ástæða til að halda nafninu leyndu. Annars gæti hann farið að safna liði gegn mér !
En talandi um kvennarétt. Þá er ekki nóg með að ég sé nemandi í þeim kúrs, heldur hefur hin títtnefnda B.Flóventz beðið mig um að halda fyrirlestur í næsta tíma. Já, minn kæri hægrisinnaði karlkyns laganemi, ekki nóg með að ég sitji í kvennarétti, heldur er ég farin að kenna kúrsinn !!
(Ehemm, ég ætti kannski ekki að vera með svona miklar yfirlýsingar. Fyrirlesturinn í kvennarétti á nefnilega að snúast um barnarétt. Ég á semsagt að segja frá helstu niðurstöðum kandídatsritgerðarinnar minnar (sem ber titilinn Það sem barninu er fyrir bestu og er að sjálfsögðu tímamótaverk...) og svo ætlar Brynhildur (og ég) að ræða um forsjá og umgengni í kynjatengdu ljósi)
En talandi um kvennarétt. Þá er ekki nóg með að ég sé nemandi í þeim kúrs, heldur hefur hin títtnefnda B.Flóventz beðið mig um að halda fyrirlestur í næsta tíma. Já, minn kæri hægrisinnaði karlkyns laganemi, ekki nóg með að ég sitji í kvennarétti, heldur er ég farin að kenna kúrsinn !!
(Ehemm, ég ætti kannski ekki að vera með svona miklar yfirlýsingar. Fyrirlesturinn í kvennarétti á nefnilega að snúast um barnarétt. Ég á semsagt að segja frá helstu niðurstöðum kandídatsritgerðarinnar minnar (sem ber titilinn Það sem barninu er fyrir bestu og er að sjálfsögðu tímamótaverk...) og svo ætlar Brynhildur (og ég) að ræða um forsjá og umgengni í kynjatengdu ljósi)
mánudagur, mars 08, 2004
Fín helgi að baki. Við hjónin héldum matarboð á laugardagskvöldið. Eiginmaðurinn sá nú að mestu um þetta. Mitt hlutverk yfir daginn var að hafa ofan af fyrir Sollunni á meðan eiginmaðurinn skúraði, skrúbbaði, verslaði og eldaði. Ekki slæm skipti það. Solla fór svo í næturpössun (sem, næst á eftir visa-rað, er mesta snilld síðari tíma). Eiginmaðurinn eldaði alveg hreint eðalmat. Svo var tekið til við kaffið og grandið. Umræðuefnið snerist að miklu leyti um stöðu kynjanna og forgangsreglu jafnréttislaga (nema hvað). Viðmælandi minn (karlskyns hægrisinnaður laganemi) var mér ekki sammála í ýmsu varðandi það. En ég vann samt debattið, enda með rétta málstaðinn mín megin !
miðvikudagur, mars 03, 2004
Jamm og já. Ætti maður að taka aftur til við bloggið ?
Er kannski alveg týpískt að fara að blogga á fullu þegar álagið í skólanum fer að segja til sín. Var einmitt að ræða þetta við góðar konur í morgun. Þegar maður á að læra og prófskrekkurinn er farinn að segja til sín, finnur maður ástæðu til að gera allt annað. Kallast vinnufælni, eða í okkar tilviki lögfræðifælni. Ég var einmitt í morgun, ásamt góðum konum, að leysa verkefni í Starfsmannarétti. Verkefnið gengur út á það að skrifa álitsgerð vegna vafasamrar starfsveitingar. Við ráðningu í stöðu Veðurstofustjóra var gengið framhjá konu með doktorspróf í veðurfræði og karl með mastersgráðu í viðskiptafræði er ráðinn. Um þetta álitaefni þarf að skrifa 5 - 7 síður. Liggur nokkuð í augum uppi. Engu að síður gátum við legið yfir þessu í fjóra tíma í morgun. En reyndar kom upp þessi vinnufælni í okkur. Ég held að ca. klukkutími hafi farið í að vinna verkefnið. Hinir þrír fóru í að kjafta og slúðra og drekka kaffi. Nokkuð góður árangur það ! Svo ætlaði ég að sjálfsögðu að klára að vinna verkefnið í dag, en gerði ekki. Vinnufælnin sagði til sín aftur. Ég setti frekar í þvottavél.
Og talandi um þvottavélar. Á þessu heimili er ríkir þvotta-jafnrétti. Við setjum bæði í þvottavél. Að auki straujar hver sín föt. Eiginmaðurinn varð því alveg stórlega móðgaður þegar ég fékk sent þvottaefni í pósti en ekki hann. Ég verð nú samt eiginlega að taka undir með Obbu í þessu máli. Kannanir sýna að 92% þeirra sem þvo þvott eru konur. Ég veit nú ekki mikið um markaðsfræði en þessi könnun segir mér að ef þú ert að reyna að markaðssetja þvottaefni þá beinir þú markaðssetningunni að konum. It is as simple as that !!
Er kannski alveg týpískt að fara að blogga á fullu þegar álagið í skólanum fer að segja til sín. Var einmitt að ræða þetta við góðar konur í morgun. Þegar maður á að læra og prófskrekkurinn er farinn að segja til sín, finnur maður ástæðu til að gera allt annað. Kallast vinnufælni, eða í okkar tilviki lögfræðifælni. Ég var einmitt í morgun, ásamt góðum konum, að leysa verkefni í Starfsmannarétti. Verkefnið gengur út á það að skrifa álitsgerð vegna vafasamrar starfsveitingar. Við ráðningu í stöðu Veðurstofustjóra var gengið framhjá konu með doktorspróf í veðurfræði og karl með mastersgráðu í viðskiptafræði er ráðinn. Um þetta álitaefni þarf að skrifa 5 - 7 síður. Liggur nokkuð í augum uppi. Engu að síður gátum við legið yfir þessu í fjóra tíma í morgun. En reyndar kom upp þessi vinnufælni í okkur. Ég held að ca. klukkutími hafi farið í að vinna verkefnið. Hinir þrír fóru í að kjafta og slúðra og drekka kaffi. Nokkuð góður árangur það ! Svo ætlaði ég að sjálfsögðu að klára að vinna verkefnið í dag, en gerði ekki. Vinnufælnin sagði til sín aftur. Ég setti frekar í þvottavél.
Og talandi um þvottavélar. Á þessu heimili er ríkir þvotta-jafnrétti. Við setjum bæði í þvottavél. Að auki straujar hver sín föt. Eiginmaðurinn varð því alveg stórlega móðgaður þegar ég fékk sent þvottaefni í pósti en ekki hann. Ég verð nú samt eiginlega að taka undir með Obbu í þessu máli. Kannanir sýna að 92% þeirra sem þvo þvott eru konur. Ég veit nú ekki mikið um markaðsfræði en þessi könnun segir mér að ef þú ert að reyna að markaðssetja þvottaefni þá beinir þú markaðssetningunni að konum. It is as simple as that !!