<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Eins og ég lofaði þá kem ég örugglega til með að velta fyrir mér stjórnmálum hér á síðunni. Eins og staða er núna er reyndar ekki mikið að gerast í pólitíkinni nema kannski slakt gengi Samfylkingarinnar í tveimur nýlegum skoðanakönnunum. Mikið held ég framsóknarmenn séu fegnir að pólitíska kastljósið beinist að öðrum en þeim þessa dagana. En á meðan að framsóknarmenn brýna kutana í hljóði er athyglisvert að velta fyrir sér stöðu Samfylkingarinnar enda ótrúlegt að flokkurinn hafi ekki ná að nýta sér hremmingar ríkistjórnarinnar. Ég var einmitt á NFS í gær að ræða það mál (hér má sjá viðtalið).

Kominn aftur

Svo lætur maður stilla sér upp við vegg. Ég tók eftir því um daginn að það er komin linkur inn á þetta blogg af hinum ágæta blogg-fjölmiðli Orðinu. Teljarinn á blogginu mínu er því kominn á fulla ferð og þrátt fyrir að hér hafi ekkert verið skrifað í tvö ár. Ég ætlaði að bregðast við þessu með því að slökkva á síðunni en fór svo að lesa gamlar færslur. Þegar ég var sem duglegastur að skrifa var ég í fæðingarorlofi og fjallaði um það sem á daga okkar Sollu dreif og hef komist að því að þetta e-ð sem ég vil alls ekki glata. Eftir nokkur ár gæti Solla jafnvel haft gaman af því að lesa þetta. Því hlýtur hinn kosturinn í stöðunni að byrja að blogga aftur.

Ég veit ekki hvað ég kem til með að endast í þessu en það má prófa. En ég er að skrifa ritgerð í sumar og eins og allir vita sem hafa farið í gengum slíka raun er nauðsynlegt að taka sér hvíld öðru hvoru og þetta blogg gæti jafnvel notið góðs af slíkum pásum. En ritgerðin sem er í smíðum fjallar um breytta kosningahegðun Íslendinga og hver veit nema einhver fróðleikur um ólíkindatólin kjósendur slæðist hér með ef vel liggur á mér. Svo hlýtur nú að fara færast fjör í leikinn í forystukreppu Framsóknarflokksins og þá verður nú nóg um að skrifa.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?