<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, mars 08, 2004

Fín helgi að baki. Við hjónin héldum matarboð á laugardagskvöldið. Eiginmaðurinn sá nú að mestu um þetta. Mitt hlutverk yfir daginn var að hafa ofan af fyrir Sollunni á meðan eiginmaðurinn skúraði, skrúbbaði, verslaði og eldaði. Ekki slæm skipti það. Solla fór svo í næturpössun (sem, næst á eftir visa-rað, er mesta snilld síðari tíma). Eiginmaðurinn eldaði alveg hreint eðalmat. Svo var tekið til við kaffið og grandið. Umræðuefnið snerist að miklu leyti um stöðu kynjanna og forgangsreglu jafnréttislaga (nema hvað). Viðmælandi minn (karlskyns hægrisinnaður laganemi) var mér ekki sammála í ýmsu varðandi það. En ég vann samt debattið, enda með rétta málstaðinn mín megin !

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?