<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, desember 21, 2006

Íslensk landkynning

Ætli þetta myndband sé styrkt af Sjávarútvegsráðuneytinu til lágmarka skaðann af Hvalveiðum? Skylduáhorf fyrir þá sem vilja fá duglegan aulahroll fyrir jólin.

Hlunnfarinn?

Ég er bara svekktur. Nú hefur verið tekið viðtal við mig í flestum miðlum landsins og oftast af Fréttastofu Stöðvar 2. Ég hef aldrei fengið neitt fyrir, hvorki eiturlyf né peninga. Reyndar var boðið upp á örvandi efni í útsendingu kosningasjónvarps Stöðvarinnar í vor og til að gera hreint fyrir mínum dyrum þá drakk ég fimm kaffibolla og tvær dósir af magic. En miðað við gangverðið á viðtölum í dag sé ég eftir að hafi ekki drukkið einn magic til.


laugardagur, desember 09, 2006

Mörgum finnst þingmenn þjóðarinnar oft þrásetnir og lítil endurnýjun eiga sér stað á þinginu. Þetta er ákveðin mýta því þeir þingmenn sem eru mest áberandi eru þeir sem sitja lengst. Ef við skoðum listana hér að neðan er ljóst að það verður mikil endurnýjun að næsta þingi. Þrátt fyrir að við látum skoðanakannanir okkur í léttu rúmi liggja er ljóst að 35% þeirra sem settust á þing eftir kosningar 2003 verða ekki þingi eftir kosningar vorið 2007. Á mörgum vinnustöðum væri þetta óásættanleg starfsmannavelta. Þarna eru taldir þeir sem þegar hafa hætt á kjörtímabilinu (8), þeir sem ætla að hætta í vor (9) og þeir sem eiga ekki möguleika þingsæti eftir prófkjör (5). Alls eru þetta 22 þingmenn sem koma ekki til með að snúa til þings í vor og flestir eru þeirra eru Sjálfstæðismenn, Næsta færsla verður um hvernig þingmenn endast eftir flokkum.

miðvikudagur, desember 06, 2006

Nýjir og gamlir þingmenn

Nú þegar að öllum prófkjörum er lokið er að komast mynd flesta framboðslista fyrir vorið. Reyndar eru ekki allir listar ljósir en hjá stærstu flokkunum Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu virðist röð efstu manna orðin ljós. Ljóst er að fjölmargir þingmenn hverfa af þingi í vor, sumir af sjálfsdáðum en aðrir af því að þeir voru felldir í prófkjöri eða flokkar þeirra ná ekki tilskildu fylgi. Því er ekki úr vegi að skoða hvaða þingmenn sem sækjast eftir áframhaldandi setu á Alþingi gætu orðið atvinnulausir í vor. Ef tekið er mið af síðustu Gallup könnun gætu eftirfarandi þingmenn þurft að leita sér að nýrri vinnu eftir kosningar.

Anna Kristín Gunnarsdóttir
Ásta Möller (fer eftir kjördæmi formanns)
Birgir Ármannsson
Drífa Hjartardóttir
Guðjón Hjörleifsson
Guðjón Ólafur Jónsson
Guðrún Ögmundsdóttir
Gunnar Örlygsson
Hjálmar Árnason
Jón Gunnarsson
Jónína Bjartmarz
Kristinn H. Gunnarsson
Mörður Árnason (fer eftir kjördæmi formanns)
Sigurðir Kári Kristjánsson (fer eftir kjördæmi formanns)
Sigurjón Þórðarson (gæti flutt sig um kjördæmi)
Sigurrós Þorgrímsdóttir
Siv Friðleifsdóttir
Sæunn Stefánsdóttir
Valdimar Leó Friðriksson

Alls eru þetta 19 þingmenn sem annað hvort er ljóst að falla af þingi eða eru í hættu skv. nýjustu könnun. Svo má ekki gleyma að 9 þingmenn ætla hætta sjálfviljugir.

Þá er ekki úr vegi að skoða hvaða nöfn þjóðin gæti þurft að læra á næsta kjörtímabili ef kosningarnar verða í takt við könnun Gallup.

Atli Gíslason (V)
Auður Lilja Erlingsdóttir (V)
Álfheiður Ingadóttir (V)
Ármann Kr. Ólafsson (D)
Árni Johnsen (D)
Árni Páll Árnason (S)
Árni Þór Sigurðsson (V)
Björk Guðjónsdóttir (D)
Gestur Svavarsson (V)
Guðbjartur Hannesson (S)
Guðfinna Bjarnadóttir (D)
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (V)
Gunnar Svavarsson (S)
Herdís Á. Sæmundardóttir (B)
Illugi Gunnarsson (D)
Jón Gunnarsson (D)
Katrín Jakobsdóttir (V)
Kristján Þór Júlíusson (D)
Ólöf Nordal (D)
Paul Nikolov (V)
Ragnheiður Elín Árnadóttir (D)
Unnur Brá Konráðsdóttir (D)
þingmaður í NV (V)
þingmaður í RN (F)
þingmaður í RN (F)
þingmaður í RS (F)
þingmaður í NA (F)
þingmaður í S (F)

Ef þetta gengur eftir hefur líklega sjaldan eða aldrei orðið jafn miklar breytingar á þingliðinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?