<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, desember 05, 2003

Solla Sæta


Var að læra að setja inn myndir og mátti því til með að setja eina af Sollu.

fimmtudagur, desember 04, 2003

Ég á pistil dagsins á Sellunni í dag. Því er ekki neita að hann er undir talsverðum áhrifum af lestri dagsins. Kannski gott dæmi um hvernig má sameina pistlaskrif og próflestur.

miðvikudagur, desember 03, 2003

Þar sem bloggið mitt er búi að vera allt í steik undanfarna daga neyddist ég til að skipta um útlit. Er nú ekki ekki alveg nógu sáttur. Fannst hitt lúkkið betra. Spurning hvort þetta þurfi ekki að venjast eins og annað.

Ég gat síðustu Phoebe gátu hjá Marý og fékk því að semja nýja en hún er Absolute Power og Amistad. Þrautin gengur út að það að finna leikara í hvorri mynd sem hafa leikið saman í þriðju myndinni. Getið þið nú og skilið svörum á síðuna hennar Marý.
Verðlaunin eru að þið fáið að búa til næstu gátu.

Í áðurnefndu hagfræðiverkefni átti að fjalla um íslenska farsímamarkaðinn og hvort einhverjir markaðsbrestir væru á honum. Megin niðurstaða mín er að nafnið Og Vodafone rekst afskaplega illa í íslenskum texta. Ég held að þessu Og sé algerlega ofaukið. Og svona er maður hagfræðilega þenkjandi!

þriðjudagur, desember 02, 2003

Hjörtur skrifar bráðskemmtilegan pistil á Selluna sem hann kallar Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin. Þar segir hann m.a.:

Ég held að Samfylkingin sé ekki betri eða verri en aðrir flokkar á Íslandi. Þetta er allt sami hrærigrauturinn útbrunninna pólítíkusruglhausa eða ungliðagraðfola með pólítískan frygðarglampa í augum. Froðusnakka sem hafa svo fátt fram að færa að þeir tala bara um upphituðu lummurnar mesta froðubandalagsins af þeim öllum, Samfylkingu frauðhausa.

Endilega kíkið á hann.

mánudagur, desember 01, 2003

Eins og þeir sem hafa lesið síðuna hans Hauks vita þá var helgin lögð undir hagfræði. Eftir allan lesturinn var Haukur orðinn svo hægri sinnaðir að mér stóð ekki á sama. En það bráði þó fljótt af honum enda lukum við lestrinu á kafla um markaðsbresti. Skrýtið hvernig þessi hagfræði fer með menn. Kvöldið fer í leggja lokahönd á verkefni og bara spurning hvort ég á leyfa Hauki að horfa á Survivor. Hvað finnst ykkur?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?