<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 03, 2004

Jamm og já. Ætti maður að taka aftur til við bloggið ?

Er kannski alveg týpískt að fara að blogga á fullu þegar álagið í skólanum fer að segja til sín. Var einmitt að ræða þetta við góðar konur í morgun. Þegar maður á að læra og prófskrekkurinn er farinn að segja til sín, finnur maður ástæðu til að gera allt annað. Kallast vinnufælni, eða í okkar tilviki lögfræðifælni. Ég var einmitt í morgun, ásamt góðum konum, að leysa verkefni í Starfsmannarétti. Verkefnið gengur út á það að skrifa álitsgerð vegna vafasamrar starfsveitingar. Við ráðningu í stöðu Veðurstofustjóra var gengið framhjá konu með doktorspróf í veðurfræði og karl með mastersgráðu í viðskiptafræði er ráðinn. Um þetta álitaefni þarf að skrifa 5 - 7 síður. Liggur nokkuð í augum uppi. Engu að síður gátum við legið yfir þessu í fjóra tíma í morgun. En reyndar kom upp þessi vinnufælni í okkur. Ég held að ca. klukkutími hafi farið í að vinna verkefnið. Hinir þrír fóru í að kjafta og slúðra og drekka kaffi. Nokkuð góður árangur það ! Svo ætlaði ég að sjálfsögðu að klára að vinna verkefnið í dag, en gerði ekki. Vinnufælnin sagði til sín aftur. Ég setti frekar í þvottavél.

Og talandi um þvottavélar. Á þessu heimili er ríkir þvotta-jafnrétti. Við setjum bæði í þvottavél. Að auki straujar hver sín föt. Eiginmaðurinn varð því alveg stórlega móðgaður þegar ég fékk sent þvottaefni í pósti en ekki hann. Ég verð nú samt eiginlega að taka undir með Obbu í þessu máli. Kannanir sýna að 92% þeirra sem þvo þvott eru konur. Ég veit nú ekki mikið um markaðsfræði en þessi könnun segir mér að ef þú ert að reyna að markaðssetja þvottaefni þá beinir þú markaðssetningunni að konum. It is as simple as that !!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?