<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, september 29, 2003

Kristján er búinn að opna heimsíðu sem hann kallar CREATIVE WORKSPACE en þar er hægt að fylgjast með gerð lokaverkefnisins hans. Flott síða hjá stráknum og ég er viss um að verkefnið verður ekki síðra.

Solla á afmæli í dag en hélt upp á það í gær og er búin að setja fullt af myndum úr afmælinu á heimasíðuna sína. Endilega kíkið á þær.

föstudagur, september 26, 2003

Þar sem ég er latur bloggari bendi ég ykkur bara á Hauk ef þið viljið lesa eitthvað um mína hagi á föstudagskvöldi.

fimmtudagur, september 25, 2003

Er í tíma í Opinberri stjórnsýslu. Þetta þráðlaua net hérna í Háskólanum er alger snilld. Haukur biður að heilsa!

miðvikudagur, september 24, 2003

Jæja þá ætla ég að fara blogga aftur eftir langt frí. Ég er búinn að skila ritgerðinni og hún var að sjálfsögðu allt of löng, 110 bls. og 22.000 orð en ég held að hámarkið sé 15.000. En Ólarnir hafa bara gott af því að lesa sig í gegnum þetta enda hvert orð hinu merkilegra :) Nú er skólinn allt í einu kominn kominn á fullt og það hrúgast yfir mann verkefni í öllum kúrsum svo ég sé ekki fram á neina slökun á næstunni.

Annars er verið að undirbúa afmæli hér á Eggertsgötunni enda verður Solla eins árs á mánudaginn. Ég held að gestafjöldinn gæti verið sæmandi fyrir flestar fermingarveislur svo það verður nóg að gera í bakstri á næstu dögum.

Ég átti eftir að koma með lausnina á netþrautinni sem ég setti á vefinn um daginn, þ.e. hvernig hægt er að komast frá linkunum síðunni minni og til baka með viðkoma hjá einni manneskju sem ég þekki ekki. Besta lausnin sem send var inn var þessi: síðan mín - Obba - Særún (þekki hana ekki) - Ella frænka - síðan mín. Sem sagt fjórir smellir. Að sjálfsögðu má fara hina leiðina. Vinningshafanum, sem óskar nafnleyndar, verður boðið í glæsilegan kvöldverð á Eggertsgötunni hið fyrsta.

föstudagur, september 19, 2003

Ég er að spá í að blogga í dag.

laugardagur, september 13, 2003

Solla er búin að setja fullt af nýjum myndum á síðuna sína. Kíkið endilega á þær.

föstudagur, september 12, 2003

Frexið orðinn atvinnumaður í handbolta í Turku. Hann hefur gaman að því að láta finnsk tröll pakka sér saman.

miðvikudagur, september 10, 2003

Arnar farinn að blogga aftur og aldrei þessu vant talar hann ekkert um Valentínusardaginn.

Ritgerðin fór í prófarkalestur í dag. Kata Jak. ætlar að passa hana í nokkra daga og reyna að hressa upp á hana. En ritgerðinni verður alla vega ekki breytt efnislega úr þessu þó það verði sjálfsagt mikil handvinna að laga málfar og stafsetningu.

fimmtudagur, september 04, 2003

Þá er skólinn byrjaður og ég er búinn að velja námskeiðin sem ég ætla að taka. Stjórnun og forysta, Inngangur að rekstrarhagfræði og réttlæting ríkisafskipta, Starfsmannastefna og starfsmannaréttur, Opinber stjórnsýsla og Rannsóknaraðferðir virðast allir spennandi kúrsar svo nú er bara að kaupa nokkur kíló af bókum, verða tugþúsundum fátækari og hella sér í lesturinn.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?