<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, ágúst 30, 2003

Solla er búinn er að setja inn fullt af nýjum myndum á heimasíðuna sína enda komin stafræn myndavél á heimilið. Því má búast við myndaflóði á næstu dögum og vikum. Hún skrifaði einnig pistil þar sem hún lýsir helstu atburðum og framförum en það hefur verið mikið að gerast hjá henni undafarið enda aðeins mánuður í eins árs afmæli.

fimmtudagur, ágúst 28, 2003

Þetta er alger snilld! Nú er hægt að gera heimilið að ryksugu. Svona græju ætla ég að fá mér.

miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Ég fengið gríðarleg viðbrög við vefþrautinni og það hreinlega rignir inn lausnum. Þegar að ég setti þrautina inn vissi ég ekki hvort það væri hægt að leysa hana en veit nú að það er hægt á alla vega nokkra vegu. Stysta leiðin sem komið hefur fram er bara örfá klikk. En þeir sem ekki hafa tekið þátt geta enn reynt sig.

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

Vefþraut

Ég er með litla þraut fyrir ykkur. Hún gengur út að það komast frá linkunum hér til hliðar inn á síðu hjá manneskju sem ég þekki ekki og aftur til baka á mína síðu án þess að fara tvisvar inn á sömu síðuna (nema auðvita mína síðu). Sá sem leysir þessa þraut í fæstum smellum fær vegleg verðlaun. Svör sendist á einart@hi.is

föstudagur, ágúst 22, 2003

Er að deyja úr bloggleti. Hef ekkert að segja nema að Solla er farin að segja pabbi!

Á Sellunni getið þið lesið pistil eftir mig um lýðræðiskreppu á Íslandi sem er framhaldspæling af pistli síðustu viku um lýðræðiskreppu á Vesturlöndum. Kíkið á það.

fimmtudagur, ágúst 14, 2003

Er með pistil á Sellunni í dag. Endilega kíkið á hann.

Hef verið latur í blogginu að undanförnu og ekki einu sinni staðið við fyrirheit um fróðleiksmola dagsins. Get þó afsakað mig með því að ég hef verið að berjast við orma í tölvunni minni. Þrátt fyrir að það hafi farið heill dagur í þessa baráttu þar sem bæði tölvan mín og vélarnar í Odda hrundu þá get ég ekki annað en dáðst að því hvað þessi gutti sem hannaði orminn er snjall. Skilaboðin sem hann sendi með orminum urðu líka til þess að ergelsið beindist frekar að Bill Gates en honum.

Ég átti eftir að segja ykkur að við Obba ætlum business saman sem snýst aðallega um að gera hluta af leynilegum sjóðun stjórnmálaflokkanna okkar. Enda sjáum við fram á að makar okkar verði láglauna ríkisstarfsmenn. Þetta var niðurstaða af heimboði til hjónaleysanna á Baldursgötunni eftir að viðstaddir höfðu sötrað ótæpilega af grísku rauðvíni.

Annars var ég að vafra um bloggheiminn áðan og rakst á bloggsíður tvíburanna Ármans og Sverris Jakobssona. Ég þykist muna það rétt að Ármann hafi á sýnum tíma yfirgefið bloggheiminn í fússi þegar að hann uppgötvaði að einhver annar en Sverrir las bloggið hans. Hann krafði svo Fréttablaðið um milljónagreiðslur fyrir að vitna í bloggið. Bloggið hans Sverris er undir fyrirsögninni Einkamál bara fyrir Sverrir og vini hans (þetta er ekki bein tilvitnun og ég kæri mig ekki um að fá rukkun). Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að lesa meira. Annars vil ég benda þeim bræðrum á að ef þeir vilja eingöngu deila nethugleiðingum sínum með vinum og kunningjum eru til lokaðar síður og svo virkar gamli póstlistinn alltaf vel.

Spurning hvort við höfum ekki fróðleiksmola dagsins um Vinstri græna fyrir Ármann og Sverri (annars er ég ekkert viss um að ég kæri mig um að þeir lesi bloggið mitt).

Fróðleiksmoli dagsins:

20% kjósenda Vinstri grænna árið 1999 gerðu upp hug sinn á kjördag og önnur 22% í vikunni fyrir kosningar.

mánudagur, ágúst 11, 2003

Fróðleiksmoli dagsins

Í kosningarannsóknum eru kjósendur beðnir um að staðsetja sig á hægri-vinstri kvarða. Í kosningunum 1995 fengu flokkarnir sem stóðu að Samfylkingunni (sérstaklega Alþýðuflokkurinn) 16% fylgi þeirra kjósenda sem staðsettu sig hægra megin við miðju. En í kosningunum 1999 fékk Samfylkingin einungis 5% fylgi frá þeim sem staðsettu sig hægra megin við miðju. Það virðist því vera að Samfylkingunni hafi ekki tekist að halda í hægra fylgið sem Alþýðuflokkurinn hafði.


Nú er maður kominn með fullkomna afsökun fyrir því að fara á barinn með vinnufélögunum.

föstudagur, ágúst 08, 2003

Fróðleiksmoli dagsins:

Fyrir kosningarnar 1999 hugleiddu 55% kjósenda að kjósa annan flokk en þeir gerðu. Viku fyrir kosningar voru 36% kjósenda ekki búnir að gera upp hug sinn og 16% ákváðu sig á kjördag. Segið þið svo að öflug kosningabarátta geti ekki skilað góðum árangri!

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Magga tók myndir í matarboðinu í firðinum og eins og þið sjáið var mjög heilbrigt ástand á liðinu.

Ég held að ég sé alveg að guggna á þessum teljara. Ég fæ nefnilega svo mikið samvikubit þegar að ég sé heimsóknum fjölgar án þess að hafa skrifað svo mikið sem stakt orð til að skemmta gestum mínu. Þess vegna er ég að hugsa um að koma með fróðaleiksmola dagsins úr kosningarannsóknum á meðan ég er að grúska í þeim. Ég vona að þið hafið öll gaman af.

Fróðleiksmoli dagsins:

Þegar að Jóhanna Sigurðardóttir og félagar klufu Alþýðuflokkinn árið 1995 og buðu fram Þjóðvaka tapaði flokkurinn talsverðu fylgi eða 4,1%. Þjóðvaki fékk 7,1% og var talið að uppistaðan í því fylgi hefði komið frá fyrrum kjósendum Alþýðuflokksins. En ef við skoðum hvernig þeir sem kusu Alþýðuflokkinn 1991 kusu árið 1995 kemur í ljós að einungis 9% kusu Þjóðvaka. En 18% þeirra sem kaus Alþýðuflokkinn 1991 kaus Framsóknarflokkinn 1995 og 19% Sjálfstæðisflokkinn. Fylgi Þjóðvaka kom nokkuð jafnt frá öllum flokkum. Athyglisvert!

Afmæli og helgin

Ég óska Birnu til hamingju með afmælið í gær og tengdapabba til hamingju með afmælið í fyrradag.

Við áttum þessa fínu helgi og hún varð nú ekki eins róleg og plön gerðu ráð fyrir. Einar og Bryndís buðu okkur óvænt í bústað. Þar sem við Bryndís leyfðum Einari og Þyrí að vinna okkur í Trivial (þau eru svo tapsár greyin). Á laugardaginn bauð Kristján okkur Maren, mökum og börnum í grill. Svo á sunnudaginn var helgin toppuð með ferð í fjörðinn þar sem Kolla og Haukur tóku á móti okkur og Möggu eins og sönnum Andansmönnum sæmir með mat og drykk. Ætluðum á Fjörukránna en hún var lokuð eins og reyndar allt í Hafnarfirði. Haukur var búinn að tala um það allt kvöldin hvað væri frábært að búa í Hafnarfirði með þvílíkum sannfæringakrafti að ég trúði honum. En það féll auðvitað um sjálft sig þegar að ekki var hægt að fara á bar!
En þetta var frábær helgi og ég verð að viðurkenna að ég var talsvert ryðgaður eftir hana. Það er af sem áður var þegar að manni munaði ekki um að skella sér til eyja, vera fullur í þrjá daga í roki og rigningu og borða blautt kex. En öllu þessa frábæra fólki vil ég þakka fyrir góðar móttökur og skemmtilega verslunarmannahelgi.

föstudagur, ágúst 01, 2003

Hlandlykt og fálkaorðan

Þó kosningarannsóknir síðustu ára séu endalaus uppspretta fróðleiks og skemmtunar þá verð ég að viðurkenna að á svona sólardögun væri skemmtilegra að vera annars staðar en í loftlausu tölvuveri í Odda. Annars er frekar róleg stemmning hér í húsinu enda bara ég og nokkrir útlendingar á íslensku námskeiði sem hanga hér. Allir starfsmenn í fríi og ég fæ ekki betur séð en að klósettin séu ekki einu sinni þrifin og ilma eftir því. Ekkert verið að púkka of mikið upp á þessa útlendinga sem samt hafa fyrir því að hanga hér um hásumar og læra íslensku. Ef ég mætti ráða þá fengi allt þetta fólk fálkaorðuna og auðvitað hrein klósett. Svo eru allir prentarar bilaðir og þrátt fyrir að ég sé búinn að senda ítrekuð kvörtunarbréf til Reiknisstofnunar virðist þeim vera nokk sama.

Annars verður frekar róelg stemmning yfir litlu fjölskyldunni á Eggertsgötunni um helgina og lítið um útihátíðir og ferðalög. Enda sýnist mér að besta veðrið verði einmitt hér í Vesturbænum. Nema að á sunnudaginn ætlum við að leggja land undir fót þar sem að Tjaldurinn og spúsa hans ætla að bjóða okkur í sína sveit. Hver veit nema að við skellum okkur á sveitarball á Fjörukránni þegar að við verðum komin alla þessa leið!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?