<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, ágúst 14, 2003

Hef verið latur í blogginu að undanförnu og ekki einu sinni staðið við fyrirheit um fróðleiksmola dagsins. Get þó afsakað mig með því að ég hef verið að berjast við orma í tölvunni minni. Þrátt fyrir að það hafi farið heill dagur í þessa baráttu þar sem bæði tölvan mín og vélarnar í Odda hrundu þá get ég ekki annað en dáðst að því hvað þessi gutti sem hannaði orminn er snjall. Skilaboðin sem hann sendi með orminum urðu líka til þess að ergelsið beindist frekar að Bill Gates en honum.

Ég átti eftir að segja ykkur að við Obba ætlum business saman sem snýst aðallega um að gera hluta af leynilegum sjóðun stjórnmálaflokkanna okkar. Enda sjáum við fram á að makar okkar verði láglauna ríkisstarfsmenn. Þetta var niðurstaða af heimboði til hjónaleysanna á Baldursgötunni eftir að viðstaddir höfðu sötrað ótæpilega af grísku rauðvíni.

Annars var ég að vafra um bloggheiminn áðan og rakst á bloggsíður tvíburanna Ármans og Sverris Jakobssona. Ég þykist muna það rétt að Ármann hafi á sýnum tíma yfirgefið bloggheiminn í fússi þegar að hann uppgötvaði að einhver annar en Sverrir las bloggið hans. Hann krafði svo Fréttablaðið um milljónagreiðslur fyrir að vitna í bloggið. Bloggið hans Sverris er undir fyrirsögninni Einkamál bara fyrir Sverrir og vini hans (þetta er ekki bein tilvitnun og ég kæri mig ekki um að fá rukkun). Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að lesa meira. Annars vil ég benda þeim bræðrum á að ef þeir vilja eingöngu deila nethugleiðingum sínum með vinum og kunningjum eru til lokaðar síður og svo virkar gamli póstlistinn alltaf vel.

Spurning hvort við höfum ekki fróðleiksmola dagsins um Vinstri græna fyrir Ármann og Sverri (annars er ég ekkert viss um að ég kæri mig um að þeir lesi bloggið mitt).

Fróðleiksmoli dagsins:

20% kjósenda Vinstri grænna árið 1999 gerðu upp hug sinn á kjördag og önnur 22% í vikunni fyrir kosningar.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?