<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Afmæli og helgin

Ég óska Birnu til hamingju með afmælið í gær og tengdapabba til hamingju með afmælið í fyrradag.

Við áttum þessa fínu helgi og hún varð nú ekki eins róleg og plön gerðu ráð fyrir. Einar og Bryndís buðu okkur óvænt í bústað. Þar sem við Bryndís leyfðum Einari og Þyrí að vinna okkur í Trivial (þau eru svo tapsár greyin). Á laugardaginn bauð Kristján okkur Maren, mökum og börnum í grill. Svo á sunnudaginn var helgin toppuð með ferð í fjörðinn þar sem Kolla og Haukur tóku á móti okkur og Möggu eins og sönnum Andansmönnum sæmir með mat og drykk. Ætluðum á Fjörukránna en hún var lokuð eins og reyndar allt í Hafnarfirði. Haukur var búinn að tala um það allt kvöldin hvað væri frábært að búa í Hafnarfirði með þvílíkum sannfæringakrafti að ég trúði honum. En það féll auðvitað um sjálft sig þegar að ekki var hægt að fara á bar!
En þetta var frábær helgi og ég verð að viðurkenna að ég var talsvert ryðgaður eftir hana. Það er af sem áður var þegar að manni munaði ekki um að skella sér til eyja, vera fullur í þrjá daga í roki og rigningu og borða blautt kex. En öllu þessa frábæra fólki vil ég þakka fyrir góðar móttökur og skemmtilega verslunarmannahelgi.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?