<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, ágúst 01, 2003

Hlandlykt og fálkaorðan

Þó kosningarannsóknir síðustu ára séu endalaus uppspretta fróðleiks og skemmtunar þá verð ég að viðurkenna að á svona sólardögun væri skemmtilegra að vera annars staðar en í loftlausu tölvuveri í Odda. Annars er frekar róleg stemmning hér í húsinu enda bara ég og nokkrir útlendingar á íslensku námskeiði sem hanga hér. Allir starfsmenn í fríi og ég fæ ekki betur séð en að klósettin séu ekki einu sinni þrifin og ilma eftir því. Ekkert verið að púkka of mikið upp á þessa útlendinga sem samt hafa fyrir því að hanga hér um hásumar og læra íslensku. Ef ég mætti ráða þá fengi allt þetta fólk fálkaorðuna og auðvitað hrein klósett. Svo eru allir prentarar bilaðir og þrátt fyrir að ég sé búinn að senda ítrekuð kvörtunarbréf til Reiknisstofnunar virðist þeim vera nokk sama.

Annars verður frekar róelg stemmning yfir litlu fjölskyldunni á Eggertsgötunni um helgina og lítið um útihátíðir og ferðalög. Enda sýnist mér að besta veðrið verði einmitt hér í Vesturbænum. Nema að á sunnudaginn ætlum við að leggja land undir fót þar sem að Tjaldurinn og spúsa hans ætla að bjóða okkur í sína sveit. Hver veit nema að við skellum okkur á sveitarball á Fjörukránni þegar að við verðum komin alla þessa leið!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?