<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Ég held að ég sé alveg að guggna á þessum teljara. Ég fæ nefnilega svo mikið samvikubit þegar að ég sé heimsóknum fjölgar án þess að hafa skrifað svo mikið sem stakt orð til að skemmta gestum mínu. Þess vegna er ég að hugsa um að koma með fróðaleiksmola dagsins úr kosningarannsóknum á meðan ég er að grúska í þeim. Ég vona að þið hafið öll gaman af.

Fróðleiksmoli dagsins:

Þegar að Jóhanna Sigurðardóttir og félagar klufu Alþýðuflokkinn árið 1995 og buðu fram Þjóðvaka tapaði flokkurinn talsverðu fylgi eða 4,1%. Þjóðvaki fékk 7,1% og var talið að uppistaðan í því fylgi hefði komið frá fyrrum kjósendum Alþýðuflokksins. En ef við skoðum hvernig þeir sem kusu Alþýðuflokkinn 1991 kusu árið 1995 kemur í ljós að einungis 9% kusu Þjóðvaka. En 18% þeirra sem kaus Alþýðuflokkinn 1991 kaus Framsóknarflokkinn 1995 og 19% Sjálfstæðisflokkinn. Fylgi Þjóðvaka kom nokkuð jafnt frá öllum flokkum. Athyglisvert!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?