<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, maí 12, 2003

Lítil frænka

Maren systir eignaðist dóttur í gær. Hún er tólf merkur og með dökkt hár. Nú er Solla orðin stóra frænka. Elsku Maren og Ragnar gangi ykkur og litlu frænku allt í haginn í framtíðinni.

sunnudagur, maí 11, 2003

Sigur!

Sáttur! Nú vantar nýja ríkisstjórn!

fimmtudagur, maí 08, 2003

Þetta er að koma!
Ég get tekið gleði mína á ný enda var Gallup könnunin í gær mun vænlegri en sú í fyrradag. Samfylkingin hækkaðu um ein átta prósent og þar sem þetta er raðkönnun hefur bætt hún verulega meira við sig í gær. Vonandi að kosningarnar fari á þennan veg. Það sem gladdi mig mjög var að Sjálfstæðisflokkurinn er kominn undir 35% slík útkoma í kosningum er mikill ósigur fyrir flokkinn. Ég held að það sé kominn tími til flokkurinn fái þau skilaboð að það skiptir þjóðina máli hvernig er stjórnað. Ég tel að þessar kosningar snúist fyrst og fremst um hvort fólk vilji áframhaldandi ríkisstjórn og hennar stjórnunarhætti eða nýja stjórn.

Making Democracy Work
Annars er ég að lesa merkilega bók sem heitir Making Democracy Work eftir Robert D. Putnam. Árið 1970 var komið á 20 héraðsstjórnum, með þingi og framkvæmdarvaldi, á Ítalíu og Putnam hefur fylgst með hvernig þessum héraðsstjórnum hefur reytt af. Hann skoðar skilvirkni héraðsstjórnanna, ánægju íbúa og framámanna í samfélaginu með þær. Um héraðsstjórninar 20 gilda sömu lög, þær eru eins upp byggðar og fá sambærilega fjármuni frá landsstjórninni en það er samt ótrúlegt hvað er mikill munur á skilvirkni þeirra og getu. Til að gera langa sögu stutta vill Putnam meina að ástæðan fyrir þessu sé fyrst og fremst að leita í civic-ness íbúanna og þar af leiðandi í félagsauð (social capital) samfélagsins. „Civic-ness“ mælir þátttöku íbúanna í samfélaginu, pólitískt jafnrétti samábyrgð, traust og umburðarlyndi. Ef þetta einkennir samfélagið þá býr það yfir miklum félagsauð. Það kemur í ljós að þeim héruðum sem gengur best búa yfir mestum félagsauð.

Rannsókn Putnams leiðir í ljós að skilvirkustu héraðsstjórnina eru í norður héröðum Ítalíu og jafnframt eru það samfélögin sem búa yfir mestum félagsauð. Til að skýra þetta fer Putnam 1000 ár aftur í tímann og skoðar Ítalskt samfélag á þeim tíma. Það sem við þekkjum sem Ítalíu í dag var reyndar ekki til þá. Í suður Ítalía ríkti konungur yfir lénsveldi, mið Ítalía var ríki páfans en norður Ítalía var skipt í fjölmörg borgríki. Í flestum þessum borgríkjum var „lýðræði“ og þau byggðu afkomu sína á verslun og viðskiptum. Í þessu skipulegi varð til „civic-ness“ en það sem einkenndi suður Ítalíu var „patron-client“ fyrirkomulag eins og í öðrum lénsveldum. Hann sýnir fram á með gögnum að enn í dag einkenni þetta samfélögin.

Þegar að starfsemi héraðsstjórnanna er könnuð kemur í ljós að stjórnirnar í suðrinu ganga fyrst og fremst út á fyrirgreiðslu á meðan norðrið notar sína fjármuni frekar þannig að það komi samfélaginu öllu til heilla. Þetta skýrir þann mikla mun á gæðum og skilvirkni héraðsstjórnanna.

Þetta er mjög fróðleg rannsókn enda ekki oft að stjórnmálafræðingar hafa tækifæri til að fylgjast með stofnunum frá upphafi og geta borið saman tuttugu sambærilegar stofnanir.

Lifandi.is

Það mynd af Sollu og svo ein þar ég fæ að fylgja með á lifandi.is. Kíkið á það!

miðvikudagur, maí 07, 2003

Það var gerð athugasemd við síðustu færslu af Einhverjum:

sorry ég skil þetta ekki situr í skjóli Dagnýar. Þoli ekki þegar fólk talar undir rós. mar á bara að skrifa mannamál. Hey !

Það var ekki meiningin að tala undir rós og mér þótti þetta nokkuð skýrt! Það sem ég var að segja í síðustu færslu að ég teldi að ef ríkistjórnarflokkarnir héldu meirihluta sínum á þingi þá er það spá mín að þeir haldi samstarfinu áfram. Þá er líklegt að Björn Bjarnson verði ráðherra. Ríkisstjórnin og ráðherrar hennar sitja í skjóli þingmanna meirihlutans. Ef að Dagný verður þingmaður í óbreyttum meirihluta og Björn verður ráðherra þá situr hann í skjóli hennar! Svo þoli ég ekki þegar fólk skrifar ekki undir nafni!

Brauð og leikar!

Gallup könnunin var óbreytt í gær en ég vil ekki samt ekki trúa því að kosningarnar fari svona. En ef þær gera það og ríkisstjórnin heldur velli þá sannast það sem rómversku keisararnir vissu að fólkið vill brauð og leika. Stjórnarflokkarnir virðast hafa náð vopnum sínum með því að lofa öllum þessum milljörðum í vegaframkvæmdir og menningarhús. Hægri mönnum hlýtur að vera ofboðið enda svoleiðis sturtað úr ríkiskassanum undanfarnar vikur. Ráðherrarnir undirrita svo marga samninga á dag að þeim hlýtur að vera illt í hendinni. Sbr. fréttin í Fréttablaðinu í morgun um að menntamálaráðherra er búinn að eyða 1700 milljónum á sjö vikum og 2/3 í eigin kjördæmi. Er þetta ábyrga stefnan í ríkisfjármálum sem Sjálfstæðisflokkurinn þykist standa fyrir? Við þá skelfilegu tilhugsun um að flokkurinn myndi missa völdin hefur ráðherrunum verið gefinn laus eyðslutaumurinn. Enda eru það gríðarlegir hagsmunir sem eru að veði ef flokkurinn verður ekki í ríkisstjórn þ.e. kvótakerfið. Hagsmunirnir eru svo miklir að fyrirtæki, almenningshlutafélög, eru farinn að beita sér með beinum hætti í kosningabaráttunni en það hefur ekki gerst áður svo ég viti til. Þetta sameiginlega átak kvótakónganna og stjórnaflokkanna virðist vera að skila árangri og þjóðin ætlar að kjósa yfir sig óbreytt ástand.

Hafa Röskvu lesendur pælt í því að ekki er ólíklegt að eftir kosningar sitji ráðherrann Björn Bjarnarson m.a. í skjóli Dagnýjar Jónsdóttur þingmanns?

þriðjudagur, maí 06, 2003

Letiblogg?

Í öllum þessi pirringi hér að neðan get ég þó glaðst yfir því að Binni er farinn að blogga aftur. Ég vona að hann hafi munað eftir því að kjósa því ég er nokkuð viss um að hann kýs ekki Framsóknarflokkinn.

Ég er pirraður!

Ég pirraður og verð það eitthvað áfram enda fjölmargir hlutir til að vera pirraður yfir.

Það sem pirrar mig mest þessa stundina er Guðni Ágústson, hann er í viðtali á Útvarpi Sögu. Þvílíkur froðusnakkari. Að venju talar í frösum um að íslenskar landbúnaðravörur séu þær bestu í heimi og íslenskir bændur framsæknir. Er fólk að kaupa þetta? Má skýra einhver hluta fylgisaukningar framsóknar með þessu. Íslenskar landbúnaðarvörur eru ágætar en ég held að þær séu örugglega ekki þær bestu í heimi. En þær eru örugglega þær dýrustu. Er þetta ekki Framsóknarflokkurinn í hnotskurn. Íslenskir bændur lifa undir fátækramörkum og ef stéttin deyr ekki úr ellin þá deyr hún hor. Samt erum við Íslendingar að borga 7-12 milljarða (eftir því hvernig við reiknum) í ríkistyrki til greinarinnar og auk þess að vera borga fáranlegt verð þegar að við kaupum landbúnaðarvörur í búð. Hér er eitthvað stórkostlegt að. Samt kemst Guðni upp með það tala í sínum frösum enda vita fjölmiðlamenn að það er ekki hægt að tala við manninn um óþægileg málefni.

En ég er ekki síður pirraður á því að enginn flokkur virðist hafa þá stefnu að afnema þetta fáranlega kerfi. Því getur Framsóknarflokkurinn setið á friðstóli á sínu landbúnaðarkerfi og Guðni talað um frábæran landbúnað og verið hlægilegasti skemmtikraftur landsins fyrir vikið.

Ég er pirraður yfir því að Íraksmálið og þá sérstaklega framkoma ríkistjórnarinnar í því hafi algerlega týnst í þessari kosningabaráttu. Ég held að enginn ráðherra hafi sýnt Alþingi og íslensku þjóðinni aðra eins lítilsvirðingu eins og Halldór Ásgrímsson gerði með því að setja okkur á lista viljugra þjóða.

Ég er pirraður af því að kjósendur virðast ekki ætli að refsa Framsóknarflokknum fyrir framgöngu í þessum málum.

Ég er pirraður af því að skoðanakannanir sína að við sitjum uppi með sömu ríkisstjórnina næstu fjögur árin.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?