<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, maí 06, 2003

Ég er pirraður!

Ég pirraður og verð það eitthvað áfram enda fjölmargir hlutir til að vera pirraður yfir.

Það sem pirrar mig mest þessa stundina er Guðni Ágústson, hann er í viðtali á Útvarpi Sögu. Þvílíkur froðusnakkari. Að venju talar í frösum um að íslenskar landbúnaðravörur séu þær bestu í heimi og íslenskir bændur framsæknir. Er fólk að kaupa þetta? Má skýra einhver hluta fylgisaukningar framsóknar með þessu. Íslenskar landbúnaðarvörur eru ágætar en ég held að þær séu örugglega ekki þær bestu í heimi. En þær eru örugglega þær dýrustu. Er þetta ekki Framsóknarflokkurinn í hnotskurn. Íslenskir bændur lifa undir fátækramörkum og ef stéttin deyr ekki úr ellin þá deyr hún hor. Samt erum við Íslendingar að borga 7-12 milljarða (eftir því hvernig við reiknum) í ríkistyrki til greinarinnar og auk þess að vera borga fáranlegt verð þegar að við kaupum landbúnaðarvörur í búð. Hér er eitthvað stórkostlegt að. Samt kemst Guðni upp með það tala í sínum frösum enda vita fjölmiðlamenn að það er ekki hægt að tala við manninn um óþægileg málefni.

En ég er ekki síður pirraður á því að enginn flokkur virðist hafa þá stefnu að afnema þetta fáranlega kerfi. Því getur Framsóknarflokkurinn setið á friðstóli á sínu landbúnaðarkerfi og Guðni talað um frábæran landbúnað og verið hlægilegasti skemmtikraftur landsins fyrir vikið.

Ég er pirraður yfir því að Íraksmálið og þá sérstaklega framkoma ríkistjórnarinnar í því hafi algerlega týnst í þessari kosningabaráttu. Ég held að enginn ráðherra hafi sýnt Alþingi og íslensku þjóðinni aðra eins lítilsvirðingu eins og Halldór Ásgrímsson gerði með því að setja okkur á lista viljugra þjóða.

Ég er pirraður af því að kjósendur virðast ekki ætli að refsa Framsóknarflokknum fyrir framgöngu í þessum málum.

Ég er pirraður af því að skoðanakannanir sína að við sitjum uppi með sömu ríkisstjórnina næstu fjögur árin.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?