<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, maí 07, 2003

Brauð og leikar!

Gallup könnunin var óbreytt í gær en ég vil ekki samt ekki trúa því að kosningarnar fari svona. En ef þær gera það og ríkisstjórnin heldur velli þá sannast það sem rómversku keisararnir vissu að fólkið vill brauð og leika. Stjórnarflokkarnir virðast hafa náð vopnum sínum með því að lofa öllum þessum milljörðum í vegaframkvæmdir og menningarhús. Hægri mönnum hlýtur að vera ofboðið enda svoleiðis sturtað úr ríkiskassanum undanfarnar vikur. Ráðherrarnir undirrita svo marga samninga á dag að þeim hlýtur að vera illt í hendinni. Sbr. fréttin í Fréttablaðinu í morgun um að menntamálaráðherra er búinn að eyða 1700 milljónum á sjö vikum og 2/3 í eigin kjördæmi. Er þetta ábyrga stefnan í ríkisfjármálum sem Sjálfstæðisflokkurinn þykist standa fyrir? Við þá skelfilegu tilhugsun um að flokkurinn myndi missa völdin hefur ráðherrunum verið gefinn laus eyðslutaumurinn. Enda eru það gríðarlegir hagsmunir sem eru að veði ef flokkurinn verður ekki í ríkisstjórn þ.e. kvótakerfið. Hagsmunirnir eru svo miklir að fyrirtæki, almenningshlutafélög, eru farinn að beita sér með beinum hætti í kosningabaráttunni en það hefur ekki gerst áður svo ég viti til. Þetta sameiginlega átak kvótakónganna og stjórnaflokkanna virðist vera að skila árangri og þjóðin ætlar að kjósa yfir sig óbreytt ástand.

Hafa Röskvu lesendur pælt í því að ekki er ólíklegt að eftir kosningar sitji ráðherrann Björn Bjarnarson m.a. í skjóli Dagnýjar Jónsdóttur þingmanns?

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?