<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 08, 2003

Þetta er að koma!
Ég get tekið gleði mína á ný enda var Gallup könnunin í gær mun vænlegri en sú í fyrradag. Samfylkingin hækkaðu um ein átta prósent og þar sem þetta er raðkönnun hefur bætt hún verulega meira við sig í gær. Vonandi að kosningarnar fari á þennan veg. Það sem gladdi mig mjög var að Sjálfstæðisflokkurinn er kominn undir 35% slík útkoma í kosningum er mikill ósigur fyrir flokkinn. Ég held að það sé kominn tími til flokkurinn fái þau skilaboð að það skiptir þjóðina máli hvernig er stjórnað. Ég tel að þessar kosningar snúist fyrst og fremst um hvort fólk vilji áframhaldandi ríkisstjórn og hennar stjórnunarhætti eða nýja stjórn.

Making Democracy Work
Annars er ég að lesa merkilega bók sem heitir Making Democracy Work eftir Robert D. Putnam. Árið 1970 var komið á 20 héraðsstjórnum, með þingi og framkvæmdarvaldi, á Ítalíu og Putnam hefur fylgst með hvernig þessum héraðsstjórnum hefur reytt af. Hann skoðar skilvirkni héraðsstjórnanna, ánægju íbúa og framámanna í samfélaginu með þær. Um héraðsstjórninar 20 gilda sömu lög, þær eru eins upp byggðar og fá sambærilega fjármuni frá landsstjórninni en það er samt ótrúlegt hvað er mikill munur á skilvirkni þeirra og getu. Til að gera langa sögu stutta vill Putnam meina að ástæðan fyrir þessu sé fyrst og fremst að leita í civic-ness íbúanna og þar af leiðandi í félagsauð (social capital) samfélagsins. „Civic-ness“ mælir þátttöku íbúanna í samfélaginu, pólitískt jafnrétti samábyrgð, traust og umburðarlyndi. Ef þetta einkennir samfélagið þá býr það yfir miklum félagsauð. Það kemur í ljós að þeim héruðum sem gengur best búa yfir mestum félagsauð.

Rannsókn Putnams leiðir í ljós að skilvirkustu héraðsstjórnina eru í norður héröðum Ítalíu og jafnframt eru það samfélögin sem búa yfir mestum félagsauð. Til að skýra þetta fer Putnam 1000 ár aftur í tímann og skoðar Ítalskt samfélag á þeim tíma. Það sem við þekkjum sem Ítalíu í dag var reyndar ekki til þá. Í suður Ítalía ríkti konungur yfir lénsveldi, mið Ítalía var ríki páfans en norður Ítalía var skipt í fjölmörg borgríki. Í flestum þessum borgríkjum var „lýðræði“ og þau byggðu afkomu sína á verslun og viðskiptum. Í þessu skipulegi varð til „civic-ness“ en það sem einkenndi suður Ítalíu var „patron-client“ fyrirkomulag eins og í öðrum lénsveldum. Hann sýnir fram á með gögnum að enn í dag einkenni þetta samfélögin.

Þegar að starfsemi héraðsstjórnanna er könnuð kemur í ljós að stjórnirnar í suðrinu ganga fyrst og fremst út á fyrirgreiðslu á meðan norðrið notar sína fjármuni frekar þannig að það komi samfélaginu öllu til heilla. Þetta skýrir þann mikla mun á gæðum og skilvirkni héraðsstjórnanna.

Þetta er mjög fróðleg rannsókn enda ekki oft að stjórnmálafræðingar hafa tækifæri til að fylgjast með stofnunum frá upphafi og geta borið saman tuttugu sambærilegar stofnanir.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?