<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, janúar 20, 2007

F3D667814D4AB1C48E4C2C43CEEE386B

sunnudagur, janúar 14, 2007

Vegna tíu daga sambandsleysi Háskólanetsins við útlönd hef ég ákveðið að flytja mig á íslensk mið þ.e.a.s á mbl.is Vinsamlegst uppfærið linka. Nýja bloggið er politik.blog.is

fimmtudagur, desember 21, 2006

Íslensk landkynning

Ætli þetta myndband sé styrkt af Sjávarútvegsráðuneytinu til lágmarka skaðann af Hvalveiðum? Skylduáhorf fyrir þá sem vilja fá duglegan aulahroll fyrir jólin.

Hlunnfarinn?

Ég er bara svekktur. Nú hefur verið tekið viðtal við mig í flestum miðlum landsins og oftast af Fréttastofu Stöðvar 2. Ég hef aldrei fengið neitt fyrir, hvorki eiturlyf né peninga. Reyndar var boðið upp á örvandi efni í útsendingu kosningasjónvarps Stöðvarinnar í vor og til að gera hreint fyrir mínum dyrum þá drakk ég fimm kaffibolla og tvær dósir af magic. En miðað við gangverðið á viðtölum í dag sé ég eftir að hafi ekki drukkið einn magic til.


laugardagur, desember 09, 2006

Mörgum finnst þingmenn þjóðarinnar oft þrásetnir og lítil endurnýjun eiga sér stað á þinginu. Þetta er ákveðin mýta því þeir þingmenn sem eru mest áberandi eru þeir sem sitja lengst. Ef við skoðum listana hér að neðan er ljóst að það verður mikil endurnýjun að næsta þingi. Þrátt fyrir að við látum skoðanakannanir okkur í léttu rúmi liggja er ljóst að 35% þeirra sem settust á þing eftir kosningar 2003 verða ekki þingi eftir kosningar vorið 2007. Á mörgum vinnustöðum væri þetta óásættanleg starfsmannavelta. Þarna eru taldir þeir sem þegar hafa hætt á kjörtímabilinu (8), þeir sem ætla að hætta í vor (9) og þeir sem eiga ekki möguleika þingsæti eftir prófkjör (5). Alls eru þetta 22 þingmenn sem koma ekki til með að snúa til þings í vor og flestir eru þeirra eru Sjálfstæðismenn, Næsta færsla verður um hvernig þingmenn endast eftir flokkum.

miðvikudagur, desember 06, 2006

Nýjir og gamlir þingmenn

Nú þegar að öllum prófkjörum er lokið er að komast mynd flesta framboðslista fyrir vorið. Reyndar eru ekki allir listar ljósir en hjá stærstu flokkunum Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu virðist röð efstu manna orðin ljós. Ljóst er að fjölmargir þingmenn hverfa af þingi í vor, sumir af sjálfsdáðum en aðrir af því að þeir voru felldir í prófkjöri eða flokkar þeirra ná ekki tilskildu fylgi. Því er ekki úr vegi að skoða hvaða þingmenn sem sækjast eftir áframhaldandi setu á Alþingi gætu orðið atvinnulausir í vor. Ef tekið er mið af síðustu Gallup könnun gætu eftirfarandi þingmenn þurft að leita sér að nýrri vinnu eftir kosningar.

Anna Kristín Gunnarsdóttir
Ásta Möller (fer eftir kjördæmi formanns)
Birgir Ármannsson
Drífa Hjartardóttir
Guðjón Hjörleifsson
Guðjón Ólafur Jónsson
Guðrún Ögmundsdóttir
Gunnar Örlygsson
Hjálmar Árnason
Jón Gunnarsson
Jónína Bjartmarz
Kristinn H. Gunnarsson
Mörður Árnason (fer eftir kjördæmi formanns)
Sigurðir Kári Kristjánsson (fer eftir kjördæmi formanns)
Sigurjón Þórðarson (gæti flutt sig um kjördæmi)
Sigurrós Þorgrímsdóttir
Siv Friðleifsdóttir
Sæunn Stefánsdóttir
Valdimar Leó Friðriksson

Alls eru þetta 19 þingmenn sem annað hvort er ljóst að falla af þingi eða eru í hættu skv. nýjustu könnun. Svo má ekki gleyma að 9 þingmenn ætla hætta sjálfviljugir.

Þá er ekki úr vegi að skoða hvaða nöfn þjóðin gæti þurft að læra á næsta kjörtímabili ef kosningarnar verða í takt við könnun Gallup.

Atli Gíslason (V)
Auður Lilja Erlingsdóttir (V)
Álfheiður Ingadóttir (V)
Ármann Kr. Ólafsson (D)
Árni Johnsen (D)
Árni Páll Árnason (S)
Árni Þór Sigurðsson (V)
Björk Guðjónsdóttir (D)
Gestur Svavarsson (V)
Guðbjartur Hannesson (S)
Guðfinna Bjarnadóttir (D)
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (V)
Gunnar Svavarsson (S)
Herdís Á. Sæmundardóttir (B)
Illugi Gunnarsson (D)
Jón Gunnarsson (D)
Katrín Jakobsdóttir (V)
Kristján Þór Júlíusson (D)
Ólöf Nordal (D)
Paul Nikolov (V)
Ragnheiður Elín Árnadóttir (D)
Unnur Brá Konráðsdóttir (D)
þingmaður í NV (V)
þingmaður í RN (F)
þingmaður í RN (F)
þingmaður í RS (F)
þingmaður í NA (F)
þingmaður í S (F)

Ef þetta gengur eftir hefur líklega sjaldan eða aldrei orðið jafn miklar breytingar á þingliðinu.

þriðjudagur, nóvember 14, 2006


Golf með Bandaríkjaforseta?

Kynlífshneyksli halda áfram að ásækja Repúblikanaflokkinn en nú er nýkjörinn ríkisstjóri Nevada, Jim Gibbons, er sakaður um kynferðislega árás á gengilbeinu á veitingastað í Las Vegas. Þetta hefur komist í hámæli hér vegna aðildar vestur-Íslendingsins og fyrrum sendiherra hér á landi að málinu. Fyrir nokkrum árum hitti ég þennan Gibbons þegar að hann kom hingað til lands sem hluti af bandarískri þingnefnd. Ég hafði reyndar lítið af Gibbons að segja og held að hann hafi verið til friðs þegar að hann var hér á landi. Kynntist reyndar betur þingmönnunum Jay Inslee frá Washington og Ron Kind frá Wisconsin. Ég fór með þeim og konunum þeirra einn hring á golfvelli Keilis í Hafnafirði. Þingmennirnir voru heillaðir af vellinum enda aldrei spilað í hrauni áður né upplifað það að geta spilað golf fram að miðnætti. Nú er ég að vonast til þess að annar þessara mætu manna verði forseti í framtíðinni svo ég geti stært mig af því að hafa spilað golf með forseta Bandaríkjanna.

laugardagur, nóvember 11, 2006

Þriðju tölur hjá Sjálfstæðisflokknum:

1. Þorgerður
2. Bjarni
3. Ármann
4-5. Ragnheiður Ríkharðsdóttir
4-5.Jón Gunnarson
6. Ragnheiður Elín

Ja hérna ég hef bara ekki séð að fólk sé í sama sæti. Hörku spenna.

Þriðju tölur komnar hjá Samfylkingu:

1. Ingibjörg
2. Össur
3. Jóhanna
4. Ágúst
5. Helgi
6. Ásta
7. Mörður
8. Steinunn
9. Kristrún
10. Valgerður

Guðrún Ögmunds þarf að fá sér nýja vinnu.

Mikil spenna í hjá Samfylkingunni i Reykjavík og Sjálfstæðismönnum í Kraganum. Talsverðar hreyfingar frá fyrstu og öðrum tölum á báðum stöðum.Þriðjur tölur væntanlegar.

Jæja þá er Solla loksins búin að uppfæra heimasíðuna sína með nýjum myndum. Þeir sem þekkja okkur ættu endilega að kíkja á hana og skrifa e-ð í gestabókin. Hún ætlar að setja inn fleiri myndir næstu daga meðal annars úr fjögura ára afmælinu.

föstudagur, nóvember 10, 2006

Spennandi prófkjörshelgi

Önnur stór prófkjörshelgi framundan, Samfylkingin í Reykjavík og Sjálfstæðisflokkurinn í Kraganum og Suðurkjördæmi. Allt spennandi prófkjör en mismikið þó. Hjá Sjálfstæðiflokknum í Kraganum virðast Þorgerður Katrín og Bjarni nokkuð örugg með fyrstu tvö sætin og spennan aðallega um þriðja sætið en þar takast á Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson. Ragnheiður nýtur þess líklega að vera sterkur og vinsæll bæjarstjóri en Ármann er úr Kópavoginum en það hefur oft loðað við þetta kjördæmi að kosið er eftir póstnúmerum. En það sem vekur mesta athygli mína við þetta prófkjör er þó aðeins tíu manns lýstu yfir framboði sínu og kjörstjórn sá sig knúna til að bæta við einum frambjóðanda, Pétri Árna Jónssyni, eftir að framboðsfrestur rann út. Ellefu manns eru því um hituna í prófkjörinu. Þessi litli áhugi er ótrúlegur þar sem flokkurinn hefur nú þegar fimm sæti í Kraganum og allar líkur á að hann bæti við sig því sjötta þar sem þingsætum fjölgar úr ellefu í tólf í kjördæminu. Einnig eru að losna tvo þingsæti hjá flokknum þar sem Árni M. Mathiesen færir sig yfir Suðurkjördæmi og Sigríður Anna Þórðardóttir er að hætta. Í raun má tala um að þrjú sæti séu að losna þar Gunnar Birgisson var í þriðja sæti síðast en er orðinn bæjarstjóri í Kópavogi. Spurning hvort að fólk er farið að setja fyrir að taka þátt vegna mikils kostnaðar. Í sama kjördæmi buðu sig 17 fram hjá Samfylkingunni en í því prófkjöri var algert auglýsingabann. En þetta er víst ekki spurning um magn heldur gæði og ljóst að listi Sjálfstæðisflokksins í Kraganum verður mjög sterkur.

Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er mesta spennan í kringum Árna Johnsen og gengi hans. Ég sagði í Blaðinu í dag að Árni væri wildcard í prófkjörinu, annað hvort tekur hann annað sætið með stæl eða verður ekki í topp fimm. En eyjamenn hafa alltaf verið duglegir að taka þátt í prófkjörum svo allt getur gerst. Ég held reyndar að það væri sterkast fyrir flokkinn ef Drífa myndi hreppa annað sætið. Svo er spurning með útlagana Gunnar Örlygsson og Kristján Pálsson. Ég held að Gunnar muni ekki hljóta náð í augum kjósenda Sjálfstæðisflokksins frekar en aðrir flokkaflakkarar en sem dæmi um þetta má nefna útreiðina sem Oktavía Jóhannesdóttir fékk hjá sjálfstæðum Akureyringum. Erfiðara er að spá um gengi Kristjáns enda ekki margir Suðurnesjamenn sem taka þátt í prófkjörinu og stuðningur þungvigtamanns eins Árna Sigfússonar getur skipt máli. Ég held þó að flestir Sjálfstæðismenn séu ekki búnir að fyrirgefa honum sérframboðið 2003 og þess vegna gæti hann orðið sár eftir morgundaginn.

Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík er einnig mjög spennandi, Ingibjörg, Össur og Jóhanna líklega örugg með þrjú fyrstu sætin en svo eru sjö sem keppast um fjórða sætið. Ég held að ómögulegt sé að spá um hvernig fer þar og ég geri ráð fyrir að fá atkvæði ráði úrslitum. Þetta mun sjálfsagt gagnast sitjandi þingmönnum en ég held að Steinunn Valdís og Kristrún Heimisdóttir eigi eftir að blanda sér í slaginn og því líklegt að einhverjir þingmenn koma til með að falla. En hverjir það verða þori ég ekki að spá um og þar ræður líklega mest um þátttaka og veður.
Ég þori ekki að spá fyrir röð fólks í þessum prófkjörum en bendi á spámanninn Pétur Gunnarsson en hann hefur sett fram spá um prófkjör sjálfstæðisflokksins lesendur hans hafa einnig verið duglegir að spá í commentakerfinu. Ef einhver er að lesa þessa síðu megið þið endilega leggja fram ykkar spá í commetin. Ef einver er með fullt hús (þ.e. spáir rétt um öll prófkjörin) eru vegleg verðlaun í boði.

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Spenna í Bandaríkjunum

Sem sérstakur áhugamaður um kosningar og ekki síst kosningasjónvarp ætla ég að fylgjast með kosningunum í Bandaríkjunum í nótt. Spurning hvort ég kíki ekki á Stúdentakjallarann en það verður örugglega áhugavert skv. auglýsingu frá Alþjóðamálastofnun:

Sendiráð Bandaríkjanna, Alþjóðasamfélagið - félag meistaranema í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands og Alþjóðamálastofnun standa fyrir kosningavöku til að fylgjast með úrslitum þingkosninganna í Bandaríkjunum á risaskjá!

Húsið opnar kl 22:00 og lokað verður milli kl. 2:00 og 3:00.

Meðan beðið er eftir fyrstu tölum mun Brad Evans, stjórnmálarerindreki í sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi spjalla um bandaríska stjórnkerfið og kosningafyrirkomulag og Mike Corgan, dósent við Boston-háskóla og gestakennari við stjórnmálafræðiskor HÍ og Silja Bára Ómarsdóttir, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar HÍ spá í spilin.
Ókeypis aðgangur og tilboð á barnum.

Komdu og fylgstu með spennandi slag Demókrata og Repúblikana um sæti á Bandaríkjaþingi!

Kynjahlutfall á Alþingi

Á póstlista Femínistafélagsins er verið að spá í hvaða áhrif gengin prófkjör hefðu á kynjahlutfallið á Alþingi eftir næstu kosningar. Þar sem frekar fáir listar eru komnir fram er frekar erfitt að reikna slíkt út og einnig er spurning um hvaða forsendur maður gefur sér. Þó kynjahlutfallið er reiknað út frá ákveðnum forsendum verður það samt aldrei annað en leikur að tölum en þar sem ég hef gaman af slíkum leikjum lét ég vaða.

Þeir listar sem þegar eru komnir fram annað hvort með prófkjörum eða kjördæmaþingi er listi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, listi Samfylkingar og Framsóknar í Kraganum og listar Samfylkingar í Norðvestur-, Norðaustur og Suðurkjördæmum.

Þessir listar fengu 22 þingmenn kjörna eftir síðustu kosningar og þar af sjö konur (32%). Nú sitja reyndar átta konur á þingi (36%) fyrir listana eftir að Ásta Möller kom inn fyrir Davíð Oddsson. Ef þessir listar fá sama fjölda þingmanna eftir næstu kosningar verða konurnar sex (27%). Breytingin sem verður er að enginn kona kemst inn hjá Samfylkingunni í NV, en þar er ein kona nú, og þingkonur Samfylkingar í Kraganum verða tvær en eru þrjár nú. Þingkonur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verða tvær í staðinn fyrir ein eins og eftir síðustu kosningar. En eins og áður sagði eru þær reyndar orðnar tvær nú.

En til að flækja málið meira og gera útreikningana enn óábyrgari skoðaði ég þetta einnig út frá nýjustu könnun Gallup.

Ef bara er horft til þeirra lista sem komnir eru fram og skoðaðir voru hér að ofan verða konurnar sex af 21 þingmanni (29%) sem þessir listar fá samkvæmt könnuninni. Breytingin fá síðustu kosningum er að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík fær fjórar þingkonur í staðinn fyrir eina síðast, en þingkonum Samfylkingar fækkar um þrjár (kraganum, Suður og NV) og Siv kemst ekki inn í Kraganum.

En eins og áður sagði þá eru margir listar óskipaðir því ómögulegt að spá fyrir um hlutfall kvenna á þingi eftir næstu kosningar enda vantar stærstu breytuna inn í dæmi sem eru kosningaúrslitin. Sem dæmi má nefna að ef fyrrnefnd könnun Gallup gengi eftir fjölgar þingmönnun Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs um átta. Þar sem VG er með fléttulista ætti þingkonum flokksins að fjölga úr tveimur í sex til sjö. En á móti kemur að skv. könnuninni þá ná Framsóknarkonurnar Siv og Jónína Bjartmarz ekki inn á þing og líkur til að þingkonum flokksins í NV fækki úr tveimur í eina. Skv. könnuninni tapar Samfylkingin þingmönnum og líklegt að þar verði einhverjar konur þó að kynjahlutfallið í þingflokknum geti haldist óbreytt. Eins og áður hefur komið fram getur þingkonum í Sjálfstæðisflokksins fjölgað ef hann nær því fylgi sem könnunin spáir.

En þetta bara leikur að tölum og enn eru alltof margir óvissuþættir til að hægt sé að taka þetta of alvarlega. En það er um að gera að halda áfram að skoða þetta eftir því sem framboðslistum fjölgar.

mánudagur, nóvember 06, 2006

Þrír karlar í þremur efstu eins og spáð var. Konur eru ekkert að fara á kostum hjá Samfylkingunni spurning hvaða áhrif það kemur til með að hafa á það mikla fylgi sem Samfylkingin hefur haft meðal kvenna. Meira um það síðar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?