<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 14, 2006


Golf með Bandaríkjaforseta?

Kynlífshneyksli halda áfram að ásækja Repúblikanaflokkinn en nú er nýkjörinn ríkisstjóri Nevada, Jim Gibbons, er sakaður um kynferðislega árás á gengilbeinu á veitingastað í Las Vegas. Þetta hefur komist í hámæli hér vegna aðildar vestur-Íslendingsins og fyrrum sendiherra hér á landi að málinu. Fyrir nokkrum árum hitti ég þennan Gibbons þegar að hann kom hingað til lands sem hluti af bandarískri þingnefnd. Ég hafði reyndar lítið af Gibbons að segja og held að hann hafi verið til friðs þegar að hann var hér á landi. Kynntist reyndar betur þingmönnunum Jay Inslee frá Washington og Ron Kind frá Wisconsin. Ég fór með þeim og konunum þeirra einn hring á golfvelli Keilis í Hafnafirði. Þingmennirnir voru heillaðir af vellinum enda aldrei spilað í hrauni áður né upplifað það að geta spilað golf fram að miðnætti. Nú er ég að vonast til þess að annar þessara mætu manna verði forseti í framtíðinni svo ég geti stært mig af því að hafa spilað golf með forseta Bandaríkjanna.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?