<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, desember 09, 2006

Mörgum finnst þingmenn þjóðarinnar oft þrásetnir og lítil endurnýjun eiga sér stað á þinginu. Þetta er ákveðin mýta því þeir þingmenn sem eru mest áberandi eru þeir sem sitja lengst. Ef við skoðum listana hér að neðan er ljóst að það verður mikil endurnýjun að næsta þingi. Þrátt fyrir að við látum skoðanakannanir okkur í léttu rúmi liggja er ljóst að 35% þeirra sem settust á þing eftir kosningar 2003 verða ekki þingi eftir kosningar vorið 2007. Á mörgum vinnustöðum væri þetta óásættanleg starfsmannavelta. Þarna eru taldir þeir sem þegar hafa hætt á kjörtímabilinu (8), þeir sem ætla að hætta í vor (9) og þeir sem eiga ekki möguleika þingsæti eftir prófkjör (5). Alls eru þetta 22 þingmenn sem koma ekki til með að snúa til þings í vor og flestir eru þeirra eru Sjálfstæðismenn, Næsta færsla verður um hvernig þingmenn endast eftir flokkum.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?