<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Eins og ég lofaði þá kem ég örugglega til með að velta fyrir mér stjórnmálum hér á síðunni. Eins og staða er núna er reyndar ekki mikið að gerast í pólitíkinni nema kannski slakt gengi Samfylkingarinnar í tveimur nýlegum skoðanakönnunum. Mikið held ég framsóknarmenn séu fegnir að pólitíska kastljósið beinist að öðrum en þeim þessa dagana. En á meðan að framsóknarmenn brýna kutana í hljóði er athyglisvert að velta fyrir sér stöðu Samfylkingarinnar enda ótrúlegt að flokkurinn hafi ekki ná að nýta sér hremmingar ríkistjórnarinnar. Ég var einmitt á NFS í gær að ræða það mál (hér má sjá viðtalið).

Comments:
Fínt viðtal.Mikið var að bloggið vaknaði til lífsins. Hvenær á að bjóða í mat?Finnur
 
Velkominn aftur í bloggheiminn frændi, verður gaman að geta fylgst með þér aftur á síðunni.

Flott viðtal, enda ekki við öðru að búast:)

kv. Ella Þóra
 
kominn aftur hvað?!
kveðja að norðan
sáli
 
Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?