<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júní 29, 2004

Solla vaknaði klukkan rúmlega fjögur í nótt og harðneitaði að fara að sofa. Ég gafst upp klukkan hálfsex og dreif mig fram með hana. Það er búið að vera óttalegt næturbrölt á henni undanfarna daga og þar hjálpa bjartar nætur ekki til. Hún hefur lítið skyn á klukku enn sem komið er og gefur því lítið fyrir vælið í foreldrum sínum um að klukkan sé bara fjögur og þá eigi maður að lúlla. Hún segir bara obbisí þangað til hún hefur betur.
Á þessum tíma er ekkert hægt að gera nema blogga. Engin blöð komin, ekkert útvarp byrjað og menn ekki vaknaðir á mbl.is eða vísir.is. Hver veit nema að maður fari að taka upp því að blogga aftur, ég vona þó ekki þar sem ég þarf meiri svefn en þetta.
Annars er mikið að gera í vinnunni og þrátt fyrir að Þyrí sé orðinn lögfræðingur þá sé ég ekki fram á að setjast í helgan stein alveg strax. Vegna anna hefur golfinu ekkert verið sinnt í sumar en það stendur til bóta. Þyrí fékk golfsett í útskriftargjöf frá lögfræðiklíkunni og þetta verður því hjónasport í framtíðinni.
En nóg í bili. Ég ætla að sjá hvort að Solla vilji leggja sig aftur, ég gæti alla vega þegi smá kríu.

fimmtudagur, júní 24, 2004

Ég og eiginmaðurinn áttum þriggja ára brúðkaupsafmæli í síðustu viku. Var svo að frétta það núna áðan að það er leðurbrúðkaupsafmæli. Hhhhmmm - ef ég hefði nú vitað þetta...

miðvikudagur, júní 16, 2004

Smá öpdeit
Þriðji dagurinn í vinnunni að hefjast. Er orðin nettengd og pósttengd og alles. Og komin með ca 15 mál á borðið hjá mér, best að hefjast handa...

miðvikudagur, júní 09, 2004

Ég er að hugsa um að hætta að lofa stöðugum uppfærslum hér á þessari síðu. Finn ekki hjá mér mikla bloggþörf þessa dagana. Enda svosem ekki mikið að frétta. Skundaði á Þingvöll um síðustu helgi eins og áður hefur komið fram. Við hjónin fórum svo yfir að Álftavatni á laugardeginum og fórum í brúðkaup sem haldið var í bústað þar. Það var svo sannarlega alveg rosalega gaman. Eiginlega bara skemmtilegasta brúðkaup sem ég hef farið í, svona fyrir utan mitt eigið. Er búin að vera að dunda mér hérna heima við síðan um helgina í góða veðrinu. Byrja svo að vinna á mánudaginn.

miðvikudagur, júní 02, 2004

Bjartari tíð með blóm í haga...

Góðan daginn allir. Long tæm nó sí. Lítið hefur gerst hér á Eggertsgötunni undanfarnar vikur og þ.a.l. lítið verið bloggað. En eins og fyrirsögnin gefur til kynna eru nú bjartari tímar framundan.

Brúnin byrjaði að lyftast á húsmóðurinni síðasta föstudag þegar löng og viðburðarrík helgi var framundan. Á föstudaginn var farið og samfagnað með Eddu sem kláraði hdl með miklum sóma og hélt upp á áfangann með pompi og prakt. Voru þar samankomin allir helstu laganemar og lögfræðingar landsins og mikið skrafað og drukkið fram eftir nóttu. Á laugardaginn komu svo gamlir vinir í mat, þau Birna, Halli og Helga Guðný. Voru heilu staflarnir af kjúklingi grillaðir og borðaðir og skolað niður með rauðvíni og gin og tónik. Á sunnudaginn var svo skundað á Þingvöll til foreldranna sem eiga þar sumarhús og búið við gott atlæti þeirra fram á mánudag. Svona eiga helgar að vera !!

Næsta helgi verður svo ekki verri því þá munum við skunda aftur á Þingvöll en í þetta sinn með góðum vinum og svo verður farið í sveitabrúðkaup í næsta nágrenni á laugardeginum. Eiginmaðurinn ætlar svo að reyna að taka nokkra sumarfrísdaga þannig að stefnt er að dvöl á Þingvöllum fram eftir vikunni.

Til að gera góða tíð betri var mér svo boðin vinna í gær sem ég að sjálfsögðu þáði. DP lögmenn munu því njóta starfskrafta minna um ókomna tíð. Ekki slæmt það. Byrja eftir tæpan hálfan mánuð og hef því tíma til að klára hin miklu þrif sem skrifað var um fyrir nokkrum vikum síðan en minna verið gert í. Allavega á eftir að þrífa skítakaggann og svo þarf að taka til í geymslunni og þrífa eldhúsið. Vitandi það að þetta "frí" er að taka enda og gullpotturinn (launin ma´r !) eru handan við hornið verður þetta gert með glöðu geði. Lofa því að rapportera hér um framgang mála með reglulegum hætti.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?