þriðjudagur, júní 29, 2004
Solla vaknaði klukkan rúmlega fjögur í nótt og harðneitaði að fara að sofa. Ég gafst upp klukkan hálfsex og dreif mig fram með hana. Það er búið að vera óttalegt næturbrölt á henni undanfarna daga og þar hjálpa bjartar nætur ekki til. Hún hefur lítið skyn á klukku enn sem komið er og gefur því lítið fyrir vælið í foreldrum sínum um að klukkan sé bara fjögur og þá eigi maður að lúlla. Hún segir bara obbisí þangað til hún hefur betur.
Á þessum tíma er ekkert hægt að gera nema blogga. Engin blöð komin, ekkert útvarp byrjað og menn ekki vaknaðir á mbl.is eða vísir.is. Hver veit nema að maður fari að taka upp því að blogga aftur, ég vona þó ekki þar sem ég þarf meiri svefn en þetta.
Annars er mikið að gera í vinnunni og þrátt fyrir að Þyrí sé orðinn lögfræðingur þá sé ég ekki fram á að setjast í helgan stein alveg strax. Vegna anna hefur golfinu ekkert verið sinnt í sumar en það stendur til bóta. Þyrí fékk golfsett í útskriftargjöf frá lögfræðiklíkunni og þetta verður því hjónasport í framtíðinni.
En nóg í bili. Ég ætla að sjá hvort að Solla vilji leggja sig aftur, ég gæti alla vega þegi smá kríu.
Á þessum tíma er ekkert hægt að gera nema blogga. Engin blöð komin, ekkert útvarp byrjað og menn ekki vaknaðir á mbl.is eða vísir.is. Hver veit nema að maður fari að taka upp því að blogga aftur, ég vona þó ekki þar sem ég þarf meiri svefn en þetta.
Annars er mikið að gera í vinnunni og þrátt fyrir að Þyrí sé orðinn lögfræðingur þá sé ég ekki fram á að setjast í helgan stein alveg strax. Vegna anna hefur golfinu ekkert verið sinnt í sumar en það stendur til bóta. Þyrí fékk golfsett í útskriftargjöf frá lögfræðiklíkunni og þetta verður því hjónasport í framtíðinni.
En nóg í bili. Ég ætla að sjá hvort að Solla vilji leggja sig aftur, ég gæti alla vega þegi smá kríu.
Comments:
Skrifa ummæli