<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, nóvember 04, 2006

Súper laugardagur

Nú er stóra prófakjörshelgin runnin upp og spennandi að fylgjast með úrslitum helgarinnar. Samfylkingin er með þrjú prófkjör í Suðvestur-, Suður- og Norðvesturkjördæmum. Framsóknarflokkurinn er svo með kjördæmaþing í Kraganum. Hjá Samfylkingunni er verið að kjósa nýjan leiðtoga bæði í Kraganum þar sem Guðmundur Árni er hættur og Rannveig hættir í vor og í Suðurkjördæmi e Margrét Frímanns að hætta. Það verður því spennandi að fylgjast með hver verður hlutur kvenna í þessum prófkjörum. Eins og staðan er nú lítur ekki út fyrir að hlutur kvenna á alþingi muni aukast í vor. Eins Óli Harðar benti á í ráðstefnunni konu og stjórnmál þá eru fáar konur á Alþingi á mest leyti landsbyggðarvandi. Í undaförnum kosningum þá hafa hefur hlutfall þingkvenna sem úr kjördæmum höfuðborgarsvæðisins vera nálægt 40% og þetta hlutfall hefur einungis verið um 20% í landsbyggðarkjördæmunum.Ýmislegt bendir til þess að eftir þessar kosningar eigi þetta hlutfall eftir að versna. Eftir prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi síðustu helgi minnkuðu líkurnar á því að nokkur kona verði í þingmannahópi þess kjördæmis eftir næstu kosningar.Eins og áður sagði er Margrét Frímanns að hætta og líklegt að karlar raði sér í þrjú efstu sætin í Hjá Samfylkingunni í Suðurkjördæmi. Í sama kjördæmi er hart sótt að Sjálfstæðiskonuninni Drífu Hjartadóttur og sama má segja um félaga hennar Arnbjörgu Sveinsdóttir í Norðausturkjördæmi. Í því kjördæmi er Dagný Jónsdóttir að standa upp úr sem verður líklega eitt af fáum öruggum þingsætum Framsóknarflokksins eftir næstu kosningar. Því getur það gerst að hlutfall þingkvenna af landsbyggðinni lækki en frekar.

Í ljósi þessa hef ég tekið þátt í fjörugum um ræðum á póstlista femínistafélagsins um leiðir til að jafna hlut kynjanna á framboðslistum og þá um leið á Alþingi. Sitt sýnist hverjum og niðurstaðan að hvorki prófkjör né uppstilling séu neinar töfralausnir. Með uppstillingu er hægt að tryggja jafnt hlutfall kynja á listum og konur „örugg“ sæti. Uppstilling er heldur ekki alltaf notuð til að jafna hlut kynjanna á listum ef þar eru karlar sem sitja fastir fyrir. T.d. kæmi mér mjög á óvart ef hróflað yrði við þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en þar eru þrír karlar. En ég bind þó vonir við að þar hreppi kona fjórða sætið en eins og einhverjir muna voru fimm efstu sæti listans skipuð körlum í síðustu kosningum eftir umdeilt prófkjör. Einnig hefur oft komið fyrir að frambjóðendur hafi farið í fýlu og jafnvel sérframboð eins og Kristján Pálsson fyrir síðustu kosningar. Prófkjör hafa auðvitað þann kost að frambjóðendur eru líklegri til að sætta sig við niðurstöðuna og þau hafa líka oft tryggt ákveðna endurnýjun á listum.

Önnur leið er að láta einhverja stofnanir flokkana velja listana. Framsóknarflokkurinn fór þessa leið í einhverjum kjördæmum fyrir síðustu kosningar og ætla einnig að viðhafa hana nú. Framsóknarmenn ætla að láta tvöfalt kjördæmaþing velja listana hjá sér en þetta er 400-500 manna samkomur og má ætla (alla vega í tilviki Framsóknarflokksins) þar séu saman komnir virkustu félagar flokksins í hverju kjördæmi. Kosturinn við þessa aðferð er hún hefur yfir sér lýðræðislegan blæ og því líklegra að frambjóðendur uni niðurstöðunni. En helsti kosturinn er að hjá Framsóknarflokknum er kosið um hvert sæti þ.e. fyrst er kosið um fyrsta sætið og þegar niðurstaða er fengin er kosið um annað sætið og svo koll af kolli. Þannig geta þingfulltrúar passað að ákveðið jafnvægi sé í listanum hvort sem horft er til kyns, landshluta, aldurs eða hvað annað sem taka þarf tillit til þegar settur er saman framboðslisti. Þessi leið hefur heldur ekki í för með sér þann gríðarlega kostnað sem fylgir prófkjörum. Fulltrúar á slíku þingi er þekkt stærð svo að duglegur frambjóðandi með góðan síma getur hringt í þá alla og kynnt sig. Ég kem alla vega til með að fylgjast spenntur með hvernig þessi aðferð gengur hjá Framsókn.

Svo er auðvitað til önnur leið sem mér finnst femínistar hafa ekki haldið nægjanlega á lofti en það er að stækka kjördæmin og helst að gera landið að einu kjördæmi. En það held ég að væri fljótvirkasta leiðin til að jafna kynjahlutföllin á Alþingi. Sem dæmi mán nefna að Sjálfstæðisflokkurinn (en þetta á auðvitað við um aðra flokka líka) fékk 22 þingmenn kjörna í síðustu kosningum og þar af fjórar konur. Ef landið hefði verið eitt kjördæmi dettur einhverjum í hug að flokkurinn hefði aðeins haft fjórar konur í 22 fyrstu sætunum á listanum?

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?