miðvikudagur, nóvember 01, 2006
Þjóðernisflokkur á Íslandi?
Grein Jóns Magnússonar í Blaðinu í dag er athyglisverð. Í greinin, sem ber nafnið Ísland fyrir Íslendinga, fjallar Jón um aukinn straum útlendinga til landsins og finnst nóg um. Hann tekur reyndar fram að hann hafi ekkert á móti kristnu fólki úr okkar heimshluta en vill samt ekki sjá of mikið af því hér á landi. Hann vill greinlega ekkert fólk úr öðrum heimshlutum og alls ekki „fólk úr bræðralagi Múhameðs“. Eins og þeir sem sáu viðtalið við mig hjá Agli Helgasyni um kosningahegðun kynjanna á sunnudaginn vita komum við aðeins inn á það hvort hætta sé á hér verði stofnaður þjóðernisflokkur. Ég tel að slíkt geti alveg gerst hér eins og annar staðar í Evrópu og benti á að ef einhver eða einhverjir sem hefðu kjörþokka myndu taka þetta mál upp á sína arma er ómögulegt að vita hvernig slíkum flokki myndi ganga. Jón Magnússon var formaður Nýs afls (gekk reyndar ekkert í síðustu kosningum svo það er spurning með kjörþokkann) sem nú er runnið inn í Frjálslynda flokkinn. Ég velti fyrir mér hvort að Frjálslyndi flokkurinn ætli að taka upp þessar hugmyndir Jóns ef gagnrýni á kvótakerfið virðist ekki ætla að skila þeim á þing?
Grein Jóns Magnússonar í Blaðinu í dag er athyglisverð. Í greinin, sem ber nafnið Ísland fyrir Íslendinga, fjallar Jón um aukinn straum útlendinga til landsins og finnst nóg um. Hann tekur reyndar fram að hann hafi ekkert á móti kristnu fólki úr okkar heimshluta en vill samt ekki sjá of mikið af því hér á landi. Hann vill greinlega ekkert fólk úr öðrum heimshlutum og alls ekki „fólk úr bræðralagi Múhameðs“. Eins og þeir sem sáu viðtalið við mig hjá Agli Helgasyni um kosningahegðun kynjanna á sunnudaginn vita komum við aðeins inn á það hvort hætta sé á hér verði stofnaður þjóðernisflokkur. Ég tel að slíkt geti alveg gerst hér eins og annar staðar í Evrópu og benti á að ef einhver eða einhverjir sem hefðu kjörþokka myndu taka þetta mál upp á sína arma er ómögulegt að vita hvernig slíkum flokki myndi ganga. Jón Magnússon var formaður Nýs afls (gekk reyndar ekkert í síðustu kosningum svo það er spurning með kjörþokkann) sem nú er runnið inn í Frjálslynda flokkinn. Ég velti fyrir mér hvort að Frjálslyndi flokkurinn ætli að taka upp þessar hugmyndir Jóns ef gagnrýni á kvótakerfið virðist ekki ætla að skila þeim á þing?
Comments:
Skrifa ummæli