sunnudagur, október 29, 2006
Jæja þá eru úrslitin í prófkjöri sjálfstæðimanna ljós. Gulli hafði þetta og Björn í fýlu. Björn var reyndar í viðtali hjá RÚV á miðnætti og sagðist geta sætt sig við úrslitin. En við sjáum til! Ég kem til með að sitja spenntur yfir Silfrinu til að heyra hvernig menn spinna þetta. Eins og þetta fór má spinna þetta út og suður. Sitjandi þingmenn falla um sæti en öðrum gengur betur. Tveir nýjir einstaklingar koma sterkir inn en á ólíkum forsendum þó. Fyrir utan Guðlaug þá eru Guðfinna og Illugi sigurvegarar þessa prófkjörs. Illugi er ein bjartasta von sjálfstæðismanna þegar að kemur að hugmyndafræðilegri endurnýjun og hans afrek er að sýna fram á að hægri menn geti haft áhuga á umhverfinu. Guðfinna kemur inn sem flottur pappír en er óskrifað blað í pólitík. Vissulega eru einhverjir sárir eftir kvöldið og sérstaklega sitjandi þingmenn sem biðu lægri hlut fyrir nýliðum. Og vonandi að þeir taki þetta sem skilaboð til sín fremur en að kenna prófkjörinu sem slíku um. En allavega verður spinnið í fyrirrúmi hjá Agli á eftir og ég býð spenntur.
Comments:
Skrifa ummæli