<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 03, 2006

Ég er að horfa á umræður um stefnuræðu forsætisráðherra og ekki er hægt að segja að þetta sé fjörugt eða skemmtilegt sjónvarpsefni. Þrátt fyrir að pólitískur áhugi heimili teljist yfir meðallagi þarf ég að horfa á herlegheitin í gegnum netið enda frúin að fylgist með úrslitum í viðskiptasápu Donald Trump. Sumum finnst reyndar kominn tími til að létta þessari ánauð af sjónvarpinu. En ég held að það sé allt í lagi sýna þessar umræður í sjónvarpi, það má alltaf skipta um stöð eða grípa í góða bók ef áhugi er ekki fyrir hendi.

En auðvitað eru tíðindi dagsins að Kjartan Gunnarsson er að hætta og Andri Óttarsson hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri Sjálfstæðisflokksins í hans stað. Geirsarmurinn styrkir enn frekar stöðu sína.

Comments:
Þættinum hefur borist kvörtun frá húsfrú í Austurbænum. Hún kvartar yfir því að færslurnar á blogginu séu ekki nógu tíðar og biður bloggstjórnanda um úrbætur. Hún varð vitni af því að bloggstjórnandi hefði haft bæði áhugaverðar og skemmtilegar skoðanir á pólitík og viðhaft þær frjálslega á öldurhúsi hér í bæ. Spurning frúarinnar er: Hvað er að gerast með bloggið þitt Einar minn? Þú mátt ekki stríða okkur svona!

Er þetta ekki örugglega nei-tenda-hornið?
 
Ætli ég verði eins berorður á þessu bloggi og yfir bjór í góðra vina hópi. Ef þú vilt djarfari yfirlýsingar verður bara að kalla saman fund á einu af öldurhúsum bæjarins.
 
Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?