<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, janúar 30, 2004

Jæja, maður er mættur heim á klakann aftur. Danmerkurferðin var alveg hreint frábær. Farið út að borða á hverju kvöldi og drukkið ótæpilega af dönskum bjór. Mjög gott allt saman. Kristján varð arkitektúr með miklum sóma. Fékk mjög góða krítík frá dómnefndinni sem mat lokaverkefnið hans. Til hamingju enn og aftur elsku Kristján okkar. Árósar komu verulega á óvart. Ofsalega skemmtilegur bær. Fínir veitingastaðir og pöbbar sem voru óspart heimsóttir. Fórum líka í búðir og versluðum ótæpilega þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað. Við verðum væntanlega að leggjast á hnén um næstu mánaðarmót og biðja kortaklippir um náð og miskun.

Mamma og pabbi stóðu sig eins og hetjur í pössuninni en held að þau séu nú doldið feginn að aftur sé komið ró og næði á Arnarásnum. Solla stóð nefnilega fyrir dálitlum hasar í pössuninni. Varð nokkuð mikið lasin, fékk kinnholubólgur og bronkítis og þurfti læknisheimsóknir, myndatökur og lyfjameðferðir til að ná bata. Afinn og ammann þurftu því að taka sér frí í vinnunni. Ég held að vinnuveitendur þeirra hafi rekið upp stór augu þegar þau tilkynntu að þau þyrftu að vera heima hjá veiku barni, komin á sextugsaldurinn. Solla er þó hin hressasta núna og brosti alveg útað eyrum þegar foreldrarnir birtust skyndilega í gær. Fékk svo að kúra uppí hjá okkur í morgun og gerði óspart aahhh við mömmu og pabba og strauk okkur "blíðlega".

Einar er í vinnunni núna. Já, hann er kominn með vinnu strákurinn. Fékk tilboð um vinnu hjá Félagsvísindastofnun og mun vinna þar í hlutastarfi með skólanum í vetur. Er mjög sáttur við það. Ég þarf að fara að herða mig í skólanum. Er þó búin að kaupa bækurnar en þær eru ennþá í pokanum. Spurning um að rífa þær upp. Næsta fimmtudag þarf ég að halda fyrirlestur um dómskerfið í Rússlandi og þarf því að fara að lesa mér til um það apparat. Ætti að vera athyglisverð lesning.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?