<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Jæja, enn hefur eiginmaðurinn ekki bloggað, ég held því ótrauð áfram...

Stundaskráin mín segir til um frí á þriðjudögum og miðvikudögum. Þeir dagar verða því notaðir til lestrar það sem eftir lifir vetrar. En ekki í dag, og heldur ekki í gær. Ég hef sofið til hádegis tvo daga í röð. Það hefur ekki gert það að verkum að ég sé útsofin og hress. Ég er eiginlega frekar óhress. Er t.d. ennþá á sloppnum þó klukkan sé að verða eitt. Maður kemur ekki miklu í verk þegar maður sefur til hádegis. En aðalástæða þessa svefns er næturbrölt dótturinnar, sem hefur verið mikið. Hún er kvefuð og okkur grunar að hún sé með í eyrunum líka. Þá er ekki mikið sofið. Hún vaknaði um fjögurleytið og þar sem það þýddi ekkert að reyna að svæfa hana aftur var hún tekin uppí. Það endaði með því að hún hrakti föður sinn út úr rúminu um fimmleytið eftir mikið brölt og mikinn grát. Svo sofnaði hún um hálf-sex. Vaknaði aftur rétt fyrir átta með bros á vör. Móðirin var ekki eins kát þegar hún vaknaði við það að sú littla togaði í hárið á henni og sagði í sífellu hæhæ, en gat þó ekki annað en brosað og knúsað littlu Solluna sína. Pabbinn hafði ekkert sofnað aftur og fór því með hana á leikskólann. Svo sváfum við hjónin svefni hinna réttlátu til hádegis. Þetta stendur þó vonandi til bóta. Búið að panta tíma hjá Gylfa barnalækni.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?