<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Ég er ekki alveg að standa mig í þessu bloggi. Í gegnum tíðina, þegar ég hef verið að fara bloggrúntinn, þá hef ég oft og iðulega blótað þeim sem uppfæra ekki síðuna sína a.m.k. annan hvern dag. Nú er komin vika síðan ég bloggaði síðast og rúmlega það. Þetta er nefnilega hægar sagt en gert. Ég hef þegar beðið alla þá afsökunar (í huganum) sem ég hef blótað fyrir stopular uppfærslur...

En hvað skal segja. Ég fór að djamma síðustu helgi. Fór meira að segja að djamma bæði föstudagskvöld og laugardagskvöld, sem hefur eiginlega ekki gerst í manna minnum. Mjög skemmtilegt alveg. Fór í kokkteil á föstudaginn, svo á Vegamót, svo á Felix að horfa á Idol, svo í Röskupartý og svo á trúnó á Sólon. Var komin heim kl. 12:00 alveg sótölvuð eftir skot í boði Kollu og gin og tónik í boði Obbu. Á laugardaginn fór ég í þrítugsafmæli. Afmælisbarnið töfraði fram indverskt hlaðborð og bauð upp á rauðvín og bjór eins og hver gat í sig látið. Merkilegt hvað ég varð ekkert full þrátt fyrir heilmikla drykkju. Það dróst reyndar fram sú minning að "seinna djammkvöld" sömu helgar voru oft hálf-skrýtin. Ekki hægt að ná upp góðu fulli tvo daga í röð.

Næst á dagskrá er svo Danmörk. Já, við hjónin ætlum að leggja land undir fót og fara til Köben og Árósa, hvar Kristján (bróðir Einars) er að útskrifast úr arkitektúr. Verðum í burtu í 5 daga. Ekki laust við aðskilnaðarkvíða, þar sem dóttirin verður hjá pabba og mömmu á meðan. En tilhlökkunin er líka mikil. Ég hef ekki farið til útlanda í, svei mér þá, 3 ár. Ég held að ég hafi farið síðast til útlanda einmitt líka til Köben, á NOM ráðstefnu. Væntanlega haustið 2001. Þá var ég að gæta hagsmuna stúdenta en auk þess fórum við Haukur á reif í sparifötum. Það var MJÖG skemmtilegt. Reikna ekki með að fara á reif í þetta sinn. En stefnan er tekin á Strikið, á veitingastaði og á pöbbana.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?