<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 24, 2003

Ég veit ekki hvort það er skapast einhver hefð fyrir föstudagspistlum hér á síðunni. Ástæðan er kannski helst sú að ég er ekki í skólanum á föstudögum og á þá auðvitað að vera lesa en skemmtilegra að blogga í staðinn.

Sjónvarpsviðtalið sem ég talaði um í síðustu færslu var sýnt á mánudaginn og sama dag var líka viðtal við mig í Kastljósinu. Ég held að þetta hafi gengi ágætlega, alla vega fékk ég fjölmargar hringingar morguninn eftir frá aðilum sem vilja kaupa ritgerðina. Fólk virðist því trúa því að ég hafi eitthvað vit á þessu. Já svona getur sjónvarpið blekkt.

Annars ber það hæst að það er útskrift á morgun og við Þyrí erum boðin í fjölmargar veislur svo það verður nóg að gera og sjálfsagt mikið djammað og drukkið. Verst að ég þarf að vinna eitthvað leiðinda verkefni í rekstrarhagfræði áður en af því verður. Þó ég sé að alltaf að kvarta yfir einhverjum leiðinda verkefnum þá megið þið ekki halda að námið sé tóm leiðindi. Það er bara ágætt að fá útrás hér á síðunni. Ég er líka að vinna skemmtileg verkefni. Skila t.d. í gær hugmynd að rannsókn í Rannsóknaraðferðum og hver veit nema að þetta geti þróast í lokaverkefni. Hugmyndin er að kafa ofan í kenningar og rannsóknir Ronald Ingelhart um póstmodernisma. Rannsóknir hans benda til þess að Íslendingar hafi í minna mæli tileinkað sér póstmodernísk gildi en aðrir Vesturlandabúar. Ég hef reyndar ekki trú á því og tel þörf á því að það verði að kafa dýpra til að finna hin póstmódernísku gildi Íslendinga en Ingelhart gerir. En eins og þið sjáið þá er þetta brýnt rannsóknarefni.

Góða helgi!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?