<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, október 09, 2003

Annars er ég í tíma í Opinberri stjórnsýslu og hér eru heitar umræður um ágæti aðstoðarmanna ráðherra. Flestir eru nú sammála um að þeir eigi rétt á sér en spurningin er hvort þeir eiga að vera sérfræðingar á viðkomandi sviðið eða hvort þetta eigi að vera pólitísk uppeldisstöð. Hér takast á allir embættismennirnir í hópnum gegn aðstoðarmanni iðnaðarráðherra. Ég veit ekki hvaða skoðun ég á að hafa á þessu. Þetta er eina staðan sem ráðherra getur ráðið í og ég held að hann verðir að fá að ráðstafa henni að vild. Ráðherra er auðvitað með fullt að sérfræðingum í ráðuneytinu og þarf kannski fyrst og fremst pólitíska ráðgjöf. Það er hætta á að ef aðstoðarmaðurinn er sérfræðingur á viðkomandi sviði að hann verði bara einn að embættismönnunum.
En hvað segja þeir aðstoðamenn sem ég þekki um málið?

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?