<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júlí 08, 2003

Vorhreingerning?

Nú er Solla búin í aðlögun á leikskólanum og þetta hefur gengið ágætlega. Það er smá sorg þegar að ég fer með hana á morgnanna en að sögn fóstranna þá jafnar hún sig fljótt á því. Vön manneskja segir mér að það taki 3-4 vikur að ná fullri sátt um leikskólann. Ég vona amk að það taki ekki lengri tíma.

Þá er bara að skella sér í kosningarannsóknina en ég bíð en eftir því að fá gögnin í hendurnar frá Félagsvísindastofnun en það verður vonandi í vikunni. Svo ég er byrjaður á vorhreingerningunni (sem ekkert varð af í vor) og er þegar búinn með eldhúsið. Svo var okkur farið að vanta svo mikið skápa og skúffupláss að við Þyrí eyddum helginni í að fara í gegnum slíkar hirslur á heimilinu. Við ætluðum pakka eitthvað að þessu dóti niður í geymslu en flest sem mátti missa sín og endaði í Sorpu. Enda er það nú reglan að dót sem er pakkað í geymslu fer á hauganna næst þegar að flutt er svo af hverju ekki að henda því strax?

Ábending til lögreglunnar

Varðandi sprengiefnið sem var stolið þá er ég viss um að þar voru Siglfirðingar að verki og ætla annað hvort að byrja á göngunum eða að sprengja stjórnarráðið!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?