<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júlí 25, 2003

Vont PR

Olíuverslun Íslands eða Olís á, eins og hin olíufélög landsins, erfitt þessa dagana og ekki ætla ég að vorkenna þeim og vona að þau fái vænan skell fyrir framgöngu sína gegn þjóðinni. Þess vegna hafa menn þar á bæ litið á það sem ljós í myrkrinu þegar að að áhorfendur Ísland í bítið völdu Litlu kaffistofuna (sem er olísbensínstöð) sem bestu vegasjoppuna. Þrátt fyrir að þetta væri nauðaómerkileg könnun (aðferðafræðilega séð) voru Olísmenn svo kátir að þeir vöktu athygli á titlinum með heilsíðu auglýsingu í Mogganum í gær. Þessi auglýsing sýnir að Olís hefur á sínum snærum afskaplega vonda PR menn ef einhverja. Ein af grunnreglum í áfallastjórnun fyrirtækja er að hætta öllum auglýsingum á meðan áfallið gengur yfir nema að auglýsing beinlínis tengist áfallinu. Svona auglýsingar eiga að minna á fyrirtækið og helst þannig að jákvæð hugsun skjóti upp í koll þeirra sem lesa. En þessi auglýsing hefur þveröfug áhrif. Hún minnir fólk á svínaríið og flestir hafa hugsað þeim þegjandi þörfina. Eins og staðan er hjá olíufélögunum þessa dagana er best að fólk hugsi sem minnst um þau. Þau eiga alla vega ekki að hafa frumkvæði að því að minna á sig.

Bullið í Pétri Blöndal

Málflutningur Pétur Blöndal í þessu máli hefur verið ótrúlegur. Þrátt fyrir að hafa þveröfugar skoðanir og Pétur í flestum málum hefur mér þótt hann heill í sínum málflutningi hingað til. Hann hefur verið einn að fáum þingmönnum íhaldsins sem virðist hafa sjálfstæða hugsun og þorað að tjá sig án þess að éta upp línuna frá Valhöll. Í einhverjum spjallþættinum um daginn sagðist hann ekki leggja í vana sinn að tjá sig um einstök mál (Pétur Blöndal!!!!!!) og var svo kominn í eitthvað þvarg um frönsku byltinguna og þrískiptingu ríkisvaldsins. Í morgun sagði hann að það sem þyrfti að hafa forgang í rannsókn á samráði olíufélaganna væri hver hefði lekið frumskýrslunni. Það má vera að það sé alvarlegt mál að skýrslan hafi lekið en það þykir mér léttvægt miðað við ótrúlega ósvífið samráð olíufélaganna og mér liggur við að segja þjófnaður þeirra. Ég er farinn að halda að Pétur eigi svo mikið af hlutbréfum í olíufélögunum að hann eigi virkilegra hagsmuna að gæta!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?