<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júlí 17, 2003

Veikindi og golf

Solla hefur verið veik undanfarna daga. Til að byrja með var þetta ekkert alverlegt, kvef og smá hiti. En í gær rauk hún í næstum 40 stiga hita og þá drifum við okkur með hana til læknis. Það sem byrjaði sem nokkuð saklaust kvef er komið í eyrun á henni og eyrnabólgan er svo mikil að læknirinn fullyrti að ekki væri hjá því komist að gefa henni sýklalyf. Þrátt fyrir að það hafi gengið á ýmsu við að fá hana til að taka lyfið er hún orðin hitalaus. En við Solla þurfum samt að vera inni í dag en getum huggað við að British Open er í sjónvarpinu.

Þaðan er það helst að frétta að Tiger byrjaði illa og spilaði fyrstu brautina á sjö höggum eða þremur yfir pari en er nú sjöundu braut og er tveimur höggum yfir pari. Hann byrjaði þó ekki eins illa og Jerry Kelly sem spilaði fyrstu brautina á ellefu höggum eða sjö yfir pari og er nú á níundu braut á tíu höggum yfir pari. Ef þið eruð í vinnunni og sjáið ekki sjónvarp getið þið fylgst með á heimasíðu keppninnar.

Ég ætla að skella mér í golf í kvöld þó það verði hjákátlegt ef ekki sorglegt að fylgjast með eigin spilamennsku eftir að hafa fylgst með öllum þessum snillingum í dag.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?