<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júlí 14, 2003

Ósmekkleg markaðssetning Íslandsbanka!

Það er er hvergi hægt að vera óhultur fyrir auglýsingum þar eru börnin okkar engin undantekning. Um daginn keypti ég myndabandsspólu handa Sollu, Söngvaborg 2, en þar syngur Sigga Beinteins barnalög ásamt nokkrum krökkum. Það koma mér mjög á óvart að í upphafi spólunnar voru auglýsingar! Það fannst mér afskaplega ósmekklegt þar sem þetta er ætlað börnum. En svo féllust mér hendur því að inn í þættum þá kemur fram brúða sem er sparibaukur frá Íslandsbanka sem syngur með Siggu og krökkunum um að Georg (sparibaukur) sé vinur þinn. Það er að verða æ algengara að fyrirtæki kaupi sig inn í margskonar dagskrárgerð og sú þróun er mjög umdeild enda oft mjög erfitt að greina á milli hvað er raunveruleg dagsskrárgerð og hvað er keypt umfjöllun (þegar að ég var í PR bransanum var mér boðið að kaupa heilann þátt af Reykjavík síðadegis á 70 þúsund kall). Ef við fullorðna fólkið eigum erfitt með að greina þar á milli hvernig í ósköpunum eiga börnin að geta gert það? Það kemur mér mjög á óvart að Íslandsbanki skuli taka þátt í svona ósmekklegri markaðssetningu. Ég vil hvetja fyrirtæki til að hugsa sig vandlega um áður en þau leggja út í slíkt enda hefur Íslandsbanki örugglega fallið talsvert í áliti hjá fjölmörgum foreldrum.


Fín helgi

Annars áttum við ágæta helgi hér á Eggertsgötunni. Arnar og Mirju-Lisa komu í grill á föstudaginn. Arnar mætti með eðalsteik frá Gæðafæði sem hafði farið í gegn um gæðastjórnunaferlið hjá Frexinu. Gott ef hann slátraði ekki svíninu líka. Við Þyrí vorum að kveðja Mirju enda ætlar snúa aftur til Finlands í vikunni. Í haust sjáum við reyndar líka eftir Arnari í vodka og gufubað. Kristján bróðir kom svo til landsins í gær og ætlar að vera fram á haust. Gott ef við fáum ekki að hitta kærustuna hans, Susanne, einhver tímann í ágúst.

Ég ætla að skella mér í golf á eftir enda sólin farin að skína og vonandi helst það þannig. En ég ráðlegg þeim sem hafa ekki tök á að fara í golf að horfa á Museum Mysteries. Ég horfði á fyrsta þáttinn þar sem ýmsir gripir Smithsonian safnsins voru sýndir. Kvöld á heimsækja breska þjóðminjasafnið og ég er viss um að fólk verður ekki yfir vonbriðgðum. Svo er West Wing strax á eftir. Sem sagt eðal sjónvarpskvöld!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?