<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júlí 29, 2003

Gleði á Þingvöllum

Við skunduðum á Þingvöll síðustu helgi enda lánuðu tegndó okkur bústaðinn. Fjölmargir kíktu í heimsókn og héldu uppi í stuði með drykkju, áti og almennum skemmtilegheitum. Bústaðaferðir með vinunum hafa reyndar tekið á sig breytta mynd enda börn farið að setja sitt mark á ferðirnar. Einar og Bryndís komu með gúbbana sína og Úlfar mætti með Kolfinnu og svo lét Solla sig auðvitað ekki vanta. Það mættu reyndar nokkrir barnleysingjar en þeir stóðu sig ekki síður en foreldrarnir í uppeldinu. Kolla og Haukur komu á föstudagskvöldið og sögðu börnunum allt um fugla Íslands og Arnar og Möddi tóku svo við á laugardaginn. En sem sagt mikið stuð þrátt fyrir að menn hafi verið misgáfulegir þegar að þeir vöknuðu til barnanna kl. sjö á morgnanna.

Gleðin í bústaðnum var ekki síst haldin til að kveðja Mödda en hann er snúinn aftur til New York til sinnar heittelskuðu og við eigum varla von á að sjá hann hér á Fróni fyrr en næsta sumar. En við erum búin að fá að hafa hann svo lengi að nú má Erna.

Arnar tók fullt af myndum sem þið getið skoðað hér.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?