<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júlí 02, 2003

Aðlögun á leikskólanum og þýskur forseti

Það hefur verið gaman hjá okkur Sollu á leikskólanum undanfarna tvo daga. Fyrsta daginn skoðuðum við skólann og hittum kennarana og fengum að vita að Solla verður á Putalandi. Annan daginn þá vorum við klukkutíma á leikskólanum og þar af var Solla án pabba í korter og það gekk mjög vel og ég held að hún hafi bara ekkert saknað mín. Svo fór ég með Sollu áðan og hún verður í klukkutíma í dag. Það er spennandi að sjá hvernig hún bregst við því. Svo lengist dvölin með hverjum deginum og á þriðjudaginn verður hún orðin fullgild leikskólastelpa. Annars býst ég við því að sækja hana með fyrra fallinu í sumar þar sem mér finnst átta tíma vistun fulllöng til að byrja með.

Þannig að í næstu viku er komið að því að hella sér í kosningarannsókn 2003 og það verður vitanlega spennandi að sjá niðurstöður hennar.

Við Solla vorum að rölta í bænum í gær, nánar tiltekið á Skólavörðustígnum, og allt í einu eru við farinn að labba inn í hópi af fólki og þar á meðal einhverjar löggur. Þegar að við fórum að athuga málið betur var þetta Jóhannes Rau forseti Þýskalands og fylgdarlið. Við hefðum líklega heilsað upp á hann ef ég væri ekki svona arfaslakur í þýsku og þess vegna létum við okkur bara nægja að kinka til hans kolli. Gaman að því.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?