<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júní 06, 2003

Nýtt DV

Ég hef aðeins kíkt á nýtt DV og verð að segja að breytingarnar eru nokkuð góðar. Blaðið er mun að aðgengilegra þó ég haf ekki kynnt mér hvort efnistök hafi breyst en sjálfsagt hafa þau gert það. Spurning hvort DV ætli að detta endanlega í götublaðastílinn að breskri fyrirmynd. Ný heimasíða DV er alla vega sláandi lík heimasíðu The Sun.

Nú Persónuvernd búinn að staðfesta að aðgerðir ríkistjórnarinnar hafi verið brot á lögum um persónuvernd. Ég vona að menn þar á bæ skammist sín og hafi vit á því að biðjast afsökunar. Þó efast ég reyndar stórlega um að hún geri það og væri jafnvel vís með að endurtaka leikinn ef það þarf að taka á móti fleiri bófum.

Annars nenni ég lítið að svekkja mig yfir ríkistjórninni þessa dagana enda gott veður og við Solla erum búin að sitja á svölunum í morgun og sóla okkur. Ég ætla þó að reyna að vinna einhver heimilstörf það sem eftir er dagsins svo ég standi undir nafni sem heimavinnandi húsfaðir. Spurning hvort maður reyni svo ekki að komast í bjór og grill í kvöld. Einhverjar hugmyndir.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?