<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júní 06, 2003

MA nám og ný tölva

Við Solla fórum út í Háskóla í gær og gengum frá skráningu í MA-námið. Það hittum við Hauk en hann er að fara í MPA námið og við verðum saman í einhverjum kúrsum næsta vetur. Gaman að því! Fínt að hafa félaga í þessu til að bera saman bækur við ef ekki hreinlega að skiptast á bókum við. Mér líst ótrúlega vel á þetta nám og hlakka til að byrja í skólanum. Kúrsinn sem ég tók núna á vormisseri var fín upphitun og ég komst að því að ég er ekki alveg búinn að gleyma því hvernig á að vera í skóla (fékk 9 J).

Annar er brjálað að gera hjá okkur Sollu þessa dagana. Í gær fórum við upp í LÍN til að athuga hvort ég fái einhver lán næsta vetur. Það er nokkuð sem ættir að vera hægt að gera á heimasíðu en svo er víst ekki. Jú ég fæ nú eitthvað lán en það munar kannski mestu um að ég hætti að greiða það sem skulda fyrir. Annars var þetta allt frekar loðið enda enginn þjónustu fulltrúi við en stúlkan í afgreiðslunni gerði þó sitt besta til að svara mér. Svo fórum við með bílinn á dekkjaverkstæði til að setja sumardekkin undir (vona að löggan sé ekki að lesa). Þurfti að kaupa 3 ný dekk og svo hafa bremsurnar verið slappar og áður en ég vissi af þá þurfti ég að punga út 40.000 kall. Einhvern veginn finnst mér svona útgjöld alltaf blóðug og að maður geti alveg eins kastað peningunum í sjóinn. Ég verð þó að viðurkenna að það er mun betra að keyra bílinn og það þykir alltaf kostur að hafa bremsurnar í lagi. Svo var ég að kaupa tölvu í fyrradag veitir ekki af að haf tvær vélar á heimilinu þegar að við verður bæði komin í nám. Keypti notaða vél með 19” skjá hjá Reiknistofnun á 35.000. Gerði ágæt kaup þar og nú ætti maður að geta bloggað.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?