miðvikudagur, júní 25, 2003
Brúðkaupsafmæli
Ég er búinn að vera netlaus í næstum tvær vikur og þó að það sé í fínu lagi í þegar að maður er upp í bústað þá er það verra hérna heima. Þannig var að netkortið í fartölvunni gaf sig eða réttara sagt einhver snúra sem liggur úr því. Í einfeldni minni hélt ég að það væri lítið mál að kaupa nýja snúru en svo er ekki. Snúran er hluti af netkortinu og því virðist vera sem ég þurfi að kaupa nýtt kort. Þar sem það kostar einhver ósköp fór ég frekar í það mál að standsetja nýju tölvuna og það er loksins komið með hjálp frá Ragnari mági mínum. Þannig að tölvumál heimilisins ættu að vera í ágætu standi.
En svo ég skauti yfir það helsta sem hefur gerst í lífi heimilisfólksins undanfarið er það helst að nefna að við hjónin héldum upp á tveggja ára brúðkaupsafmæli okkar 16. júní á Þingvöllum. Það var auðvitað vel við hæfi þar sem við hæfi þar sem við giftum okkur þar og reyndar trúlofuðum. Talandi um brúðkaupsafmæli þá vil ég óska Ernu og Mödda til hamingju með brúðkaupsafmælið þeirra en þau giftu sig sex dögum eftir okkur.
Þyrí er komin á fullt hjá Umboðsmanni barna þar sem hún tekur þátt í því að gera líf barnanna okkar betra og líkar vel. Af Sollu er það frétta að hún er búin að læra öll þessi helstu trix eins og hvað hún er stór, klappa vinka og svo framvegis. Svo fer nú að styttast í fyrsta orðið. Hún segir reynda mamamama og haba ne ég er ekki alveg viss um að hún viti hvað þau þýða. En hún segir líka nammnamm og veit upp á hár hvað það þýðir – annað hvort að hún sé að borða e-ð gott eða vilji e-ð gott. Annars byrjar hún í leikskólanum í næstu viku og það á eftir að verða erfitt og ekki síst fyrir okkur foreldrana. En ætli við höfum ekki öll gott af því! Svo getur verið að þetta verði ekkert mál. Solla fór í næturpössun í fyrsta skipti um daginn og fór létt með það. Tengdó riðu á vaðið og leystu það af mikilli snilld og ég er ekki frá því að Solla hafi ekki viljað fara með okkur heim aftur enda foreldrarnir þynnkulegir eftir einar þrjár útskriftarveislur kvöldið áður.
Annars er Bristol Binni á landinu og þrátt fyrir stífa dagskrá hjá kallinum er ég að vonast til að ná honum og Maju í mat á föstudaginn. Gaman af því eins Binni myndi eflaust segja!
Ég er búinn að vera netlaus í næstum tvær vikur og þó að það sé í fínu lagi í þegar að maður er upp í bústað þá er það verra hérna heima. Þannig var að netkortið í fartölvunni gaf sig eða réttara sagt einhver snúra sem liggur úr því. Í einfeldni minni hélt ég að það væri lítið mál að kaupa nýja snúru en svo er ekki. Snúran er hluti af netkortinu og því virðist vera sem ég þurfi að kaupa nýtt kort. Þar sem það kostar einhver ósköp fór ég frekar í það mál að standsetja nýju tölvuna og það er loksins komið með hjálp frá Ragnari mági mínum. Þannig að tölvumál heimilisins ættu að vera í ágætu standi.
En svo ég skauti yfir það helsta sem hefur gerst í lífi heimilisfólksins undanfarið er það helst að nefna að við hjónin héldum upp á tveggja ára brúðkaupsafmæli okkar 16. júní á Þingvöllum. Það var auðvitað vel við hæfi þar sem við hæfi þar sem við giftum okkur þar og reyndar trúlofuðum. Talandi um brúðkaupsafmæli þá vil ég óska Ernu og Mödda til hamingju með brúðkaupsafmælið þeirra en þau giftu sig sex dögum eftir okkur.
Þyrí er komin á fullt hjá Umboðsmanni barna þar sem hún tekur þátt í því að gera líf barnanna okkar betra og líkar vel. Af Sollu er það frétta að hún er búin að læra öll þessi helstu trix eins og hvað hún er stór, klappa vinka og svo framvegis. Svo fer nú að styttast í fyrsta orðið. Hún segir reynda mamamama og haba ne ég er ekki alveg viss um að hún viti hvað þau þýða. En hún segir líka nammnamm og veit upp á hár hvað það þýðir – annað hvort að hún sé að borða e-ð gott eða vilji e-ð gott. Annars byrjar hún í leikskólanum í næstu viku og það á eftir að verða erfitt og ekki síst fyrir okkur foreldrana. En ætli við höfum ekki öll gott af því! Svo getur verið að þetta verði ekkert mál. Solla fór í næturpössun í fyrsta skipti um daginn og fór létt með það. Tengdó riðu á vaðið og leystu það af mikilli snilld og ég er ekki frá því að Solla hafi ekki viljað fara með okkur heim aftur enda foreldrarnir þynnkulegir eftir einar þrjár útskriftarveislur kvöldið áður.
Annars er Bristol Binni á landinu og þrátt fyrir stífa dagskrá hjá kallinum er ég að vonast til að ná honum og Maju í mat á föstudaginn. Gaman af því eins Binni myndi eflaust segja!
Comments:
Skrifa ummæli