<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, apríl 02, 2003

Skoðanakannanir

Þessar skoðanakannanir sem hafa verið að birtast undanfarna daga hafa verið misvísandi og erfitt að lesa í þær. Það er t.d. er ótrúlegur munur á könnunum Fréttablaðsins og DV sem birtar voru með dags millibili. Ég á erfitt með því að trúa að geðsveiflur þjóðarinnar séu jafnmiklar og þær gefa til kynna. Þarna held ég að sé að sannast það sem Þorlákur sagði í aðferðafræðinni í gamla daga að sex hundruð manna úrtök eru of lítil. Það hafa t.d. verið miklar sveiflur milli vikna í Fréttablaðskönnununum en þegar að tekið er saman mánaðar meðaltal þá eru þær á svipuðu róli og Gallup. Einnig held ég að það megi setja spurningamerki við margt í aðferðafræði Fréttablaðsins og DV. T.d. bara það eitt hvað er gerð lítil grein fyrir því hver hún en. Blöðin segja að talað sé við 600 manns en ekki sagt hvað þurfti að hringja í marga til að fá svör þessum fjölda. Þau gera heldur aldrei grein fyrir því hvernig úrtakið er fengið. Ég veit það reyndar að þau búa til sín úrtök úr símaskránni og þó að sími sé almenningseign á Íslandi eru einhverjir sem eru ekki skráðir í þá ágætu bók.

Þess vegna finnst mér alltaf hjákátlegt þegar að leiðarahöfundar þessara blaða eru að lesa stórpólitísk tíðindi úr þessum könnunum og gott ef það var ekki talað um þáttaskil í kosningarbaráttunni eftir DV könnunina. En þetta selur af því að það er fólk eins og ég sem hleypur eftir þessu. Nú ætla ég bara bíða eftir næstu könnun frá Gallup eða Félagsvísindastofnun þrátt fyrir að þær spái aðeins með 95% vissu og að vikmörkin séu 3-4%. (Kannski að ég bíði bara eftir úrslitum kosninganna).

Þeir sem eru að bíða geta stytt sér stundir með því að að skoða nýjar myndir af Birnu og Einari. Þar virðist bumban blómstra enda fer að bresta á með barni hjá þeim. Þau skrifuðu einmitt um áhrif skoðanakannana á úrslit kosninga. Gaman að því.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?