<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 04, 2003

Matarboð og afmæli

Sigmundur Ernir var í Íslandi í bítið áðan að kynna nýja könnun. Nú er hann með 1800 manna úrtak svo DV er að taka sig á. Hann virðis þó trúa þriðjudagskönnuninni og sagði að Samfylkingin væri að ná til sín fylgi aftur. Ég held að fylgið hafi aldrei farið neitt. Fyrri könnunin var einfaldlega skökk. En tíðindin í þessari könnun hjá Sigmundi eru þau að Frjálslyndir eru að mælast með 9% sem gefur þeim sex þingmenn. Þannig að ég verð að kaupa DV í dag í þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar. Enda kostar það bara 100 kall!

Vorþing Samfylkingarinnar verður um helgina. Ætli ég kíki ekki þangað á eftir. Annars erum við Þyrí að fara í mat til Finns og Maju í kvöld. Þar verða líka Eiríkur og Pétur. Í svo góðum félagsskap getur kvöldið ekki klikkað. Það væri ekki nema að Solla gerði allt vitlaust og kvöldið yrði endasleppt. En við trúum því ekki fyrr en á reynir. Mamma og pabbi ætla að passa svo hún verður í góðum höndum. Hún sefur vonandi allt kvöldið enda þarf hún að hvíla sig vel fyrir afmælið hans Birgis Inga. Það verður örugglega brjálað stuð og timburmönnum foreldra ekki sýnd nein miskunn.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?