<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, apríl 14, 2003

Letiblogg, kvikmyndir og bækur
Ég hef ekki staðið mig blogginu undanfarið enda farinn að vinna aftur. Þegar að maður situr fyrir framan tölvu allan daginn og skrifar texta þá nennir maður lítið blogga þegar að heim er komið. Ég skal þó reyna að taka mig á um páskana. Ýmislegat sem ég þarf að ræða við ykkur. t.d. af hverju kosningarbaráttan er svona leiðinleg, líklega þarf ég að hafa fleiri orð um skoðanakannanir og eitthvað fleira.

Langar þó að segja ykkur að ég leigði myndina Steikta græna tómata um daginn og þvílík eðalmynd og bókin er enn betri. Ég hafði ekki séða hana í nokkur ár (fyrir þá sem ekki þekkja hana er hún frá 1991) og hún eldist mjög vel. Svo ef þið fáið eina gamla með á vídeóleigunni ykkar skuluð þið kippa henni með.

Nýtt blogg
Þrátt fyrir að hafa ekki verið öflugur í blogginu þá hef ég ekki verið algerlega aðgerðalaus í þeim pakka. Ég er búin að koma mér upp annarri síðu þar sé ætla að segja ykkur frá áhugaverðum bókum sem ég er að lesa. Ég er búin að skrifa um þrjár bækur All´s fair: Love, War and Running for President, Shadow: Five Presidents and the Legacy of Watergate og Peace, War and Politics: An Eyewitness Account. Allt eðal bækur sem óhætt er að mæla með svo endilega kíkið á það.


Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?