<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, apríl 28, 2003

Heimavinnandi húsfaðir

Ég hætti í vinnunni í dag svo nú er ég orðinn heimavinnandi húsfaðir í Vesturbænum. Það er ágætt enda ætlum við Solla að hafa það gott hér heima í sumar á meðan Þyrí verður í vinnunni. En auðvitað eru tilfinningarnar blendnar þegar að maður gengur út af vinnustað til þriggja ára með sitt hafurtask. Þetta er búinn að vera lærudómsríkur tími og þarna hef ég unnið með skemmtilegu fólki og kynnst starfsmönnum fjölmargra fyrirtækja og stofnanna. Svo veit ég eitt og annað um almannatengsl en þegar að ég byrjaði hjá KOM fyrir þremur árum vissi ég hvað þau voru. Ég vil þakka vinum mínum hjá KOM fyrir ánægjulegt samstarf.

Nú taka við almenn heimilisstörf og barnauppeldi og svo ætla ég að vinna úr kosningarrannsókn 2003 en ég fékk styrk til þess frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Í haust hefst skólinn þar sem ég ætla að hella mér út í stjórnsýslupælingar af fullum krafti.

Undanfarið hefur vinnan tafið mig frá blogginu en nú get ég farið að einbeita mér að því aftur og lofa betrumbót á blogg leti undanfarna daga. Svo er ég líka hættur að fikta í html-inu þannig að bloggið fer vonandi ekki steik framar.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?