<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, apríl 30, 2003

Feministapóstlistinn

Ég hef verið að spjalla við feminista á heimasíðu Ernu í dag. Það væri gaman að skrá sig á póstlistann hjá þeim en þegar að ég frétti að nú í apríl mánuði væru búin að berast rúmlega 700 skeyti nenni ég því ekki. Erna lagði til að það yrði stofnaður spjallþráðu en það er ekki í náðinni. Ég gerði nú ekki mikið meir ef ég þyrfti að fara í gegnum 700 skeyti á mánuði fyrir utan allt annað sem maður færi í póstinum.

En þar sem ég er búinn að eyða öllum blogg tímanum mínum á síðunni hennar Ernu þá læt ég það flakka hér sem skrifað var þar. Ef ykkur finnst vanta samhengi í málið þá lesið þið ykkur til hjá Ernu.

Comment 1: Er að tala um (það sem ég hef heyrt um) póstlista feminista
Ég tekið undir það með þér að margt ef ekki flest er öfgakennt þarna og ótrúlegt hvað margir halda að það sé hægt að leysa allt með einhvers konar lögregluvaldi. Feministar sem koma fram í fjölmiðlum eru alltaf svo einstrengingslegar og öfgasinnaðar að flestra mati að þær hafa afar takmarkaðan trúverðugleika. Ef að þeim tækist að breyta þeirri ímynd gætu þær náð mun meiri árangri með því að nota fjölmiðla til að gagnrýna það sem miður fer í samfélaginu. T.d. hvetja fólk til að hætta viðskiptum við fyrirtæki sem fara yfir markið í sínum auglýsingum. Flest ef ekki öll fyrirtækin í landinu kæra sig ekki um að lenda í slíkum aðgerðum og þeirri umræðu sem þeim fylgdi.

Ég get tekið undir það að margar auglýsingar í íslensku sjónvarpi eru ósmekklegar en það er enginn lausn að banna þær. En hvað megum við ungu mennirnir segja. Það er fjöldinn allur af auglýsingum sem sýna unga karlmenn sem einfeldninga ef ekki bjána. Nægir þar að nefna auglýsingar MasterCard. Það sama má segja um auglýsinguna þar sem er verið að auglýsa Pottþétt e-ð geisladisk. Þar sem þrjár stelpur eru að sóla sig og fá unglingspilt til að sprauta á sig sólarolíu. Þegar að ég sá hana fyrst þá hélt ég að hún myndi enda þannig að hann myndi vakna. Ég held að þessi auglýsing geti varla talist niðurlægjandi fyrir kynin og hlutverk þeirra heldur er hún fyrst og fremst niðurlægjandi fyrir auglýsandann.

Comment 2: Binna búinn að dissa ímyndarpælinguna.

Binna þú getur verið þreytt á ímyndarpælingum en það en þær skipta máli ef að ná á til almennings í gegn um fjölmiðla. Við getum tekið Ástþór Magnússon sem dæmi (nú skapa ég mér óvild allra feminista á Íslandi)en hann álitinn hálfgerður trúður hér á landi. Þrátt fyrir hefur hann gert ágætis hluti eins að fara með hjálpargögn til Írak, gagnrýnt framgang stjórnvalda í því máli öllu saman. En hann er lýsandi dæmi um mann sem gengur of langt í öllu sem hann gerir. Ekki ætla ég að letja þig í því að hafa þínar skoðanir og láta þær í ljós, en ef feministafélagið vill skapa sér trúverðuleika þá má ekki alltaf kalla úlfur, úlfur.

Mín skoðun er sú að oft þegar að félög eins og feministafélagið er stofnað er byrjað á vitlausum enda. Eins og umrætt félag hefur helst vakið athygli fyrir að agnúast út auglýsingar. Ég spyr, eru auglýsingar stærsta vandamál íslenskra jafnréttismála? Nei! Auðvitað er launamunur kynjanna eitt stærsta mein okkar samfélags. Hann er auðvitað svo óþolandi að ég er hissa á feministum að nenna að tala um einhverjar auglýsingar þegar að hann er til staðar. Þess vegna verður félagsskapur eins feministar að hafa forgangsröðunina á hreinu!

En auðvita eigum við ekki að draga úr okkar skoðunum eða hika við að láta þær í ljós og síst að láta almenningsálitið breyta þeim. Ég lét það ekki á mig fá þegar að kallar og kellingar sögðu við mig að þau skildu ekki að "fullfrískur ungur maður" skuli taka sér fjögurra mánaða fæðingarorlof. Eða hneykslunin þegar að ég segi þeim að ég hafi hætt vinnunni til að vera heima svo að konan mín geti tekist á við spennandi starf. Dóttir mín er það besta sem ég gert í þessum heimi og það er ekki nokkurt starf sem ég tæki fram yfir að vera með henni. Ég lít á þennan tíma sem við höfum átt saman og komum til með að eiga saman sem forréttindi og viðhorf samfélagsins fá ekki að spilla þeim.

Þess vegna spyr ég feminista þegar að launmunur kynjanna er enn til staðar og til er fólk sem lítur það hornauga að karlmaður taki því fagnandi að fá tækifæri til að eyða miklum tíma með barninu sínu, eru auglýsingar Flugleiða rétt forgangsröðun hjá feministum?

Það verður örugglega framhald af þessu spjalli á morgun svo fylgist þið með.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?