<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 14, 2003

Um pela

Pelar eru nauðsynleg tæki og sérstaklega fyrir okkur feður í feðraorlofi. Pelagjöfin fór nú reyndar ekki vel af stað hjá okkur Sólveigu, hún vildi einfaldlega ekki pela. Hún var reyndar aldrei neitt sérstaklega hrifin af svona gúmmídrasli og vildi t.d. ekki snuð fyrr en nýverið þegar að hún fór að taka tennur. Þá nagar hún snuðið. Ég geri ráð fyrir að þarna úti séu feður sem eru í vandræðum með pelagjöf eða karlmenn sem eiga eftir að lenda í vandræðum með pelagjöf ætla því að gefa nokkur góð ráð.

Galdurinn við að venja barn á pela er fyrst og fremst þolinmæði og aldrei að gefast upp. Ég mæli líka með því að þið prófið nokkrar tegundir af pelum. Eftir að við Solla prófuðum nokkrar tegundir þá var NUK peli það sem við gátum bæði sætt okkur við. Fyrstu skiptin sem gefinn er peli er best að barnið sé mjög svangt t.d. þegar að það vaknar eftir langan nætursvefn. En algert lykilatriði er að mamma sé hvergi nálæg. Ef barnið sér mömmu þá veit það að það gæti verið e-ð betra í boði. Svo er það mín reynsla að mömmurnar eru ósköp fljótar að gefast upp.

Nú erum við Solla búin að ná mjög góðum tökum á þessu þá mælum við með Avent pelum. Þeir eru mjög þægilegir og besta við þá að hægt er að stilla flæðið í túttunni. Það er málið!

Í lokin vil ég kvarta yfir því að SMA GOLD þurrmjólk virðist vera uppseld í landinu. Mér skilst að heildasalan Austurbakki eigi að taka það til sín.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?