<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 05, 2003

Öskudagur

Íslensk börn hafa greinalega tekið upp þann ameríska sið að ganga í hús og biðja um nammi á öskudaginn. Ætli ég fyrirgefi þeim það ekki þó að ég sé frekar á móti því að taka upp amerískar hefðir. En alla vega kom fyrsta bankið í morgun kl. 8.30 (eiga þessi börn ekki foreldra?) og svo með reglulegu millibili. En þar sem öskudagurinn kom algerlega aftan að mér varð ég að segja börnunum sem var að ég ætti ekkert nammi. Því miður. Þegar að ég fór í Bónus áðan þá keypti ég tvo stóra nammmipoka til að gefa blessuðum börnunum en það hefur bara enginn komið síðan. Týpískt!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?