<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 05, 2003

Meira um Davíð og Baug

Stjórnmálamenn hafa skiljanlega lítið vilja tjá sig um mál forsætisráðherra og Baugs. Varaformaður Framsóknaflokksins og formaður Vinstri grænna gátu samt ekki setið á sér og blönduðu og Samfylkingunni í málið með því að segja að það hafi byrjað með Borganesræðunni svokölluðu. Málið byrjaði auðvitað í London ári fyrr og kemur í raun umtalaðri ræðu ekki við. Ég hvet fólk til að lesa ræðuna og sérstaklega Sjálfstæðismenn, Guðna og Steingrím, sem éta hver eftir öðrum rangfærslur um hana.

Ég veit að íslenskir kjósendur eru það skynsamir að þeir láta ekki blekkjast og halda að þetta sé eitthvert allsherjar samsæri gegn forsætisráðherra. Allra síst að Samfylkingin eiga þátt í því. Það er rétt sem forsætisráðherra sagði að Samfylkingin hefði það markmið að koma honum frá en það er eðli stjórnarandstöðuflokka að vilja koma ríkisstjórn frá. Það er ekkert dónalegt við það! Í raun er ótrúlegt að Davíð láti slíkar samsæriskenningar út úr sér þó að hann trúi þeim. Þetta er ekkert annað ótrúlega sorglegt uppgjör fyrrum félaga og fóstbræðra þar sem þeir nota spjall sitt yfir rauðvínsglasi til að koma höggi hvorn á annan. Ég vona að kosningarnar í vor muni snúast um merkilegri mál en þetta og hvet alla flokka að reyna ekki nýta sér það til framdráttar í komandi kosningabaráttu.



Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?