<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 28, 2003

Letiblogg

Svo er maður að kalla Binna letibloggara! Nei nú verður gerð bragabót á!

Teletubbies
Við fórum með Sollu í sex mánaða skoðun í morgun og hún fór í gegnum eftirlitið með stæl. Hún er orðin 8,6 kíló og 71 cm. Hjúkkan sprautaði hana gegn heilahimnubólgu og Solla var ekki sæl með það. Ég fann svo til með henni að ég keypti stubbaspólu handa henni. Það er sex mánaða afmælisgjöfin. Nú situr barnið agndofa yfir stubbunum. Það gerist nú ekki mikið í þessum þáttum.

Áfram Ísland
Ég er að spá í hvort ég eigi að segja eitthvað um landsfund Sjálfstæðisflokksins. Nenni því eignlega ekki. Davíð segist hafa tekið afstöðu með írösku þjóðinni en á móti Saddam. Ég er ekki viss um írakar líti þannig á málið. En það er gott að Davíð hafi vit fyrir þeim. Það er spurning hvort Bush og Davíð ætli ganga í það mál í eitt skipti fyrir allt að hreinsa burt alla einræðisherra heimsins? Spurning hvort þeir steypi ekki kóngunum í Kúwæt og Saudi Arabíu fyrst þeir eru komnir á staðinn.
En hvað finnst ykkur um slagorð fundarins Áfram Ísland? Æi ég veit það ekki. Hálf hallærislegt eitthvað.

Pasta eða kjúklingur?
Þyrí er á einhverju lögfræðidjammi. Ég skutlaði henni og
Obbu
í eitthvað partý klukkan hálf fjögur. Ég spái því að þær verði sauðdrukknar um kvölmatar leitið og komnar heim fyrir níu. Samt ekki eins slappar og Marý mágkona mín síðustu helgi.
Annars eru Möddi og Arnar að koma í mat kvöld. Ætlum svo að horfa á Gettu betur og kannski grípa í spil. Hver veit nema að nokkrir bjórar slæðist í belginn. Er ekki viss hvort ég ætli að gefa þeim pasta eða kjúkling. Ef ég get ekki ákveðið mig þá fá þeir pasta með kjúkling.


Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?