þriðjudagur, mars 04, 2003
Jæja nú á að taka sig saman í andlitinu og reyna aftur við bloggið. Nú þegar að styttast fer í kosningar og ótrúlegir atburðir eru að gerast hér í þjóðfélaginu getur maður varla orða bundist.
Sú atburðarás sem hefur spunnist eftir að forsætisráðherra sakaði Hrein Loftsson um að hafa haft milligöngu um að bjóða sér mútur er svo ótrúleg og ég sé ekki hvaða tilgangi hún þjónar. Hún getur ekki annað en skaðað alla sem að málinu koma og ekki síst forsætisráðherra sjálfan. Ég veit ekki hvort hugmyndin sé hjá Davíð eftir greinina í fréttablaðinu á föstudaginn sé sú að hann verði að kasta meiri skít en kastað var í hann. En hvernig sem þetta samtals hans Hreins var þá held ég að Davíð hafi getað neitað því að því að hafa minnst á Sullenberger og látið þar við sitja. En það var ekki raunin heldur fullyrti hann að Baugur, Fréttablaðið og Samfylkingin væru í allsherjar samsæri gegn sér. Gott ef að fréttamenn á Stöð 2 taka ekki líka þátt í því í umboði Jóns Ólafssonar. Ég hélt reyndar að það væri ekki mikill vinskapur milli Samfylkingarinnar og Þeirra Baugsfeðga og man ekki betur en að formaður flokksins hafi hafi kallað þá gangstera.
Eins og áður sagði held ég að þetta mál sé engum til framdráttar sem taka þátt í því og ég vona að mínir menn í Samfylkingunni haldi sér sem lengst frá því.
Hver sem sannleikurinn er í þessu máli er ljóst að samskipti forsætisráðherra við Baug eru ekki með feldu
Sú atburðarás sem hefur spunnist eftir að forsætisráðherra sakaði Hrein Loftsson um að hafa haft milligöngu um að bjóða sér mútur er svo ótrúleg og ég sé ekki hvaða tilgangi hún þjónar. Hún getur ekki annað en skaðað alla sem að málinu koma og ekki síst forsætisráðherra sjálfan. Ég veit ekki hvort hugmyndin sé hjá Davíð eftir greinina í fréttablaðinu á föstudaginn sé sú að hann verði að kasta meiri skít en kastað var í hann. En hvernig sem þetta samtals hans Hreins var þá held ég að Davíð hafi getað neitað því að því að hafa minnst á Sullenberger og látið þar við sitja. En það var ekki raunin heldur fullyrti hann að Baugur, Fréttablaðið og Samfylkingin væru í allsherjar samsæri gegn sér. Gott ef að fréttamenn á Stöð 2 taka ekki líka þátt í því í umboði Jóns Ólafssonar. Ég hélt reyndar að það væri ekki mikill vinskapur milli Samfylkingarinnar og Þeirra Baugsfeðga og man ekki betur en að formaður flokksins hafi hafi kallað þá gangstera.
Eins og áður sagði held ég að þetta mál sé engum til framdráttar sem taka þátt í því og ég vona að mínir menn í Samfylkingunni haldi sér sem lengst frá því.
Hver sem sannleikurinn er í þessu máli er ljóst að samskipti forsætisráðherra við Baug eru ekki með feldu
Comments:
Skrifa ummæli